Studia Islandica - 01.06.1976, Side 121
119
bærinn. Kötlubækumar sýna að foreldrar eru ekki óskeik-
ulir (328—31). Suður heiðar (268) og Við skulum halda
á Skaga (284) em abnennt hvetjandi til dáða. Predikunar-
tónninn er þó ekki langt undan, einkum í þeirri síðar-
nefndu. Sumardvöl í Grænufjöllum (342) veitir bæði tölu-
verða fræðslu um óvenjulegt umhverfi og getur vakið les-
endur til umhugsunar — eins og söguhetju — um eitt og
annað, sem miður fer, t. d. fordóma gegn negmm og gyð-
ingum.
/5.4 Það er ljóst af framangreindu, að bamabækur þess-
ar era að jafnaði ekki skrifaðar með það fyrir augum að
vekja börnin til umhugsunar um veröldina sem þau búa í.
Þær miðast fyrst og fremst við að halda í horfinu, treysta
hefðir og viðtekið siðgæðismat, móta lesendur sina í ákveðna
mymd, sem samfélagið viðurkennir sem rétta. Barnabók-
unum er ætlað að treysta núverandi þjóðskipulag í sessi
og sætta lesendur sína við það.
16 UM HÖFUNDA
16.0 I þessum kafla verður gerð nokkur úttekt á höf-
undtun bamabókanna, sem hér hafa verið til umræðu.
Við að finna starfsgrein rithöfundanna og upprana var
stuðst við ýmis mannfræðirit, bók Eiríks Sigurðssonar, Is-
lenskar bama- og unglingabækur 1900—1971, sem er höf-
undatal, þótt titillinn gefi annað til kynna, Kennaratalið
og önnur rit, sem talin era upp í heimildaskrá aftan við
ritgerðina. Auk þess átti ég persónuleg samtöl við höfunda
sjálfa eða fólk nákomið þeim, ef mannfræðiritin þraut.
16.1 Bækurnar, sem um hefur verið fjallað i þessari
ritgerð, skrifuðu 55 rithöfundar. Þar af skrifa tveir þeirra
alltaf saman, Jenna og Hreiðar Stefánsson, og aðrir tveir,
Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson, skrifa saman
eina sögu (322).