Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 65
63
hetjur viti það. Ásgeir (283) hefur grun, sem síðar reynist
réttur, iun að Svana, ástkona föður hans, eigi von á bami.
Hann segir ömmu sinni frá því og lætur gömlu konunni
bregða í brún með orðalagi sínu. Meira bregður mömmu
Toddu þó, enda er Todda aðeins sjö ára, þegar þetta samtal
á sér stað:
— Nú veit ég, að það er ekki satt, að þú hafir farið
á spítalann til þess að sækja litlu systur, sagði Todda
einn morgun við mömmu sína. -—- Digra Rósa hefur
sagt mér það.
Helga móðir Toddu varð öldungis hissa.
— Hvað sagði Rósa? spurði mamma. En Todda
þagði og fékkst ekki til að segja meira. En eftir þetta
var það fastráðið, að Todda færi með frænku sinni.
(343, bls. 69)
Veikindi mæðra valda nokkurri röskun á heimilislífi í
þremur sögum, 230, 309 og 348. Þetta er aldrei til mikils
haga. Veikindi feðra koma fyrir í tveimur sögum, 228 og
232. f hvorugt skiptið er þess getið hvemig fjölskyldan
kemst af, nema að móðirin í síðari sögunni fer líklega að
vinna úti. Fjárhagserfiðleikar em lika í nokkrum sögum,
eins og drepið hefur verið á (5.1).
Vandræðabörn koma nokkrum sinnum fyrir, misjafn-
lega illa á vegi stödd. f þremur sögiun em vandræðadrengir
sendir að heiman vegna afbrota.
Ásgeir í Rörn em hesta fólk (208) lendir í klandri og
fer að skrópa í skólanum. í þessum óvænta frítíma sínum
þvæhst hann víða, því að ekki mega amma hans og mamma
vita að hann skrópar. Hann kynnist Áma óreiðu og fer
með smyglvarning fyrir hann til kaupmanns og selur.
Lögreglan hefur uppi á Ásgeiri og hann er sendur í sveit.
Ekki er hægt að segja að Ásgeir betrumbætist i sveitinni,
því hann er aldrei „vondur strákur“. Hann á við persónu-
legan vanda að etja, eins og sagt verður frá síðar í kaflan-
um, og um leið og sá vandi leysist er Ásgeiri ekki lengur
hætt við að leiðast út á galeiðuna.