Studia Islandica - 01.06.1976, Side 67
65
frá borði og strýkur í annað sinn, þegar skipið kemur til
íslands. En uppreisnin stendur ekki lengi:
Nú er ég löngu búinn að sjá, að ég hef látið skapið
hlaupa með mig í gönur, og hagað mér illa gagn-
vart foreldrum mínum. Stíflyndi og hefnigimi hefur
mörgu illu til leiðar komið og leiðir aldrei til farsældar.
(267, bls. 47)
Og týndi sonurinn snýr aftur til föðurhúsanna.
í ofangreindum tilvikum geldur heimilið breka ung-
linganna, en í einni sögu, ævintýrinu um kóngsdótturina
fögru (108), er ein aðalsöguhetjan — og hetja sögunnar
— olnbogabarn. Ævintýrið er í gömlum stíl, og engin
skýring er gefin á því hvers vegna yngsti sonurinn er hafð-
ur útundan á heimilinu, sem er auðugt og velsælt. En
drengurinn spjarar sig og er orðinn rikisarfi í lokin.
Lausaleiksböm eða föðurlaus böm eru þó nokkur í sög-
um þessum (t. d. í 102, 204, 215, 216, 217, 237, 255, 349,
350), en það er aðeins í bókum Stefáns Jónssonar um Ás-
geir Hansen, sem vandamálum þeirra eru gerð skil (208,
269, 283). Ásgeir veit ekki hver faðir hans er og það veld-
ur honum sálarkvölum í fyrstu sögunni (208). Hann veltir
þessu stöðugt fyrir sér og spyr í þaula um alla karlmenn,
sem móðir hans þekkir eða hefur þekkt. Þetta sálarstrið
hans á mikinn þátt í vandræðum hans í skólanum, sem
valda svo aftur því, að hann kemst í kast við lögregluna.
Þegar hann kynnist föður sínum (í 269), missir faðirinn
aðdráttaraflið og Ásgeir þroskast smám saman upp úr
vanda sínum.
Ein aðalpersóna er bækluð og á við erfiðleika að stríða
þess vegna. Þetta er Gaukur í Gaukur verður hetja (217).
Hann er haltur, annar fóturinn er nokkm styttri en hinn,
og honum er strítt á því. Þar að auki er hann föðurlaus
og hefur lítinn félagsskap heima fyrir, þar eð móðir hans
vinnur baki brotnu allan daginn til að hafa ofan af fyrir
þeim. Gaukur tekur stríðni skólabræðra sinna afar nærri
5