Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 82
80
204 og 215, en Garðar er föðurlaus. Og Þorbjöm verður
Ásgeiri mikils virði í 283. Hann verður meðal annars til
þess að segja Ásgeiri sögu móður hans. Ásgeir er nýbúinn
að finna föður sinn, en Þorbjöm er honum meiri vinur en
faðir hans getur nokkurn tíma orðið honum.
Eins og sést á þessari upptalningu eru það einkum
drengir, sem leita til roskinna eða gamalla manna utan
fjölskyldunnar. Stúlkur leita ekki til þeirra, þær leita ekki
heldur til gamalla og góðra kvenna neitt álíka oft. Gömlu
hjónin á næsta bæ eru bæði góðir vinir Hönnu Maríu
(323), og hún saknar þeirra, þegar þau fara á elliheimilið.
Katla er góð við Abigael, móður stjúpa síns, og Abigael
fyllir upp í ákveðið tómarúm hjá stúlkunni, en hún er ekki
háð henni í neinn hátt. Stúlkur eru of tengdar heimilmn
sínum til að þurfa að sækja hald og traust utan þeirra, og
einnig eignast þær fljótlega trúnaðarvinkonur, jafnöldmr
sinar, sem taka þátt í raunum þeirra og gleði.
Það má ef til vill segja, að samband Siggu við skessuna
(332—8) sé samband lítillar stúlku við roskna konu. En
skessan er svo yfirnáttúrleg á alla lund, að þær geta ekki
mæst á neinum venjulegum grundvelli. Skessan er eigin-
lega nokkurs konar guð í sögunum.
Góðir prestar, sem fólk leitar til, koma fyrir i nokkrum
sögum (107, 215, 284, 302, 316, 340, 341), en leiðinlegur
prestur kemur fyrir í einni sögu, það er „peni, ungi“ prest-
urinn í tJtilegubömin í Fannadal (117, bls. 118). Hann
er hræsnari í augum söguhetja.
Bændur, sem börn koma til eða vinna hjá, em allir
góðir og gegnir menn (t. d. 221, 241, 245, 263, 269, 339,
350) nema bóndinn í 201, sem jafnframt er smyglari, eins
og áður hefur verið getið. Hann hefur þó sína kosti. Yinnu-
félagar eru ágætir menn yfirleitt (234, 242, 246, 253, 342).
1 einni bók, 275, eru þó einungis yfirmennirnir reglulega
vænir, óbrotnir skipverjar eru upp og ofan. f annarri sögu
(243) reynist einn vinnufélaginn nokkuð fingralangur.