Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 92
90
hinum sögunum 150 er heimilismyndin hefðbimdin, fað-
irinn fyrirvinria og móðirin heima, nema þar sem móðirin
er ein með heimilið. 1 kaflanum um mnhverfi (4.1) kom
fram, að töluverður hluti sagnanna gerist fyrir miðja
öldina. Þótt einungis sé miðað við þær sögur, 68 talsins,
sem gerast í borg og bæjum eftir miðja öldina, er það aðeins
í 10.3% þeirra, sem giftar mæður vinna utan heimilis,
fullt starf eða ígripavinnu.
Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt úrvinnslu
Hagrannsóknardeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins úr
skattframtölum ársins 1963 var hlutfallsleg atvinnuþátt-
taka giftra kvenna 36.6%, þar af voru 20.8% virkir þátt-
takendur í atvinnulífinu. Árið 1970 hafði rúmlega helm-
ingur giftra kvenna (52.4%) einhverjar launatekjur. og
þriðjungur þeirra (35.1%) var virkur þátttakandi í at-
vinnulífinu.1)
Störfin, sem óstarfsmenntuðu konumar vinna, em yfir-
leitt fráhrindandi, og vinnan er þeim böl. Þær eru þreyttar,
og vinnan utan heimilisins vill koma niður á heimili og
börnran. 1 fjórum sögum kemur fram, að útivinna móður
hefur beinlinis illar afleiðingar í för með sér. Todda í 343
er gripin glóðvolg við þjófnað, og Gaukur í 217 lendir
einnig í þjófnaðarmáli. Aukapersónur í 234 og 254 fremja
prakkarastrik og óknytti. 1 216 lendir aukapersóna líka á
glapstigum, en líklega fremur vegna þess að faðirinn er
drykkjumaður en vegna þess að móðirin vinnur úti. Engin
hliðstæð áhrif em sjáanleg af útivinnu föður, enda heldur
('inhleypur faðir hvergi i þessum sögum heimili fyrir bam
sitt eða börn. 1 230 er faðirinn að vísu einn heima með
son sinn eitt sumar vegna veikinda móðurinnar, en hann
virðist ekki vinna þetta sumar. Starfs hans er ekki getið,
en hann gæti verið kennari í sumarleyfi. Og allt gengur
vel.
95 Að lokinni athugun á þessu atriði er ljóst, að hvað
1 Sjá töflu aftan við ritgerðina, bls. 128.