Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 22
20
tæplega liundrað sagna falla í þennan flokk, en hér verða
aðeins tekin fáein dæmi til sýnis.
Um Palla, söguhetju í Týndur á öræfum (277), segir:
„Þessi drengur var dökkhærður, fremur stór eftir aldri og
svipfallegur. Einkum hafði hann falleg augu.“ (bls. 5)
Og nokkru síðar: „Palli var fremur hár eftir aldri, grann-
vaxinn, ennið hátt og fagurt. Augun stór og gáfuleg.
Hann lieyrði stundum talað um, að hann væri gott manns-
efni.“ (bls. 7) Þessi piltur er alltaf til fyrirmyndar eins
og við má búast. Um söguhetjur bókarinnar Anna og Björg
lenda í ævintýrum (315) segir: „Einkum voru þær, Anna
og Björg, í góðu áliti hjá almenningi. Það var létt yfir
þeim, þær voru myndarlegar og vel gefnar, svo að fáeinir
kostir þeirra séu taldir að sinni.“ (bls. 21) Og á eftir-
farandi hátt er Dagnýju og Dodda lýst í samnefndri bók
(103): „Hún var bráðum níu ára. Bláeyg og brosleit, rjóð
og hraustleg. Brosin hennar voru eins og hlýr sólargeisli
og hlátur hennar svo hjartanlegur, að hann smitaði alla,
sem hann heyrðu.“ (bls. 8) „Doddi var hraustur og mynd-
arlegur drengur, kjarkmikill og úrræðagóður.11 (hls. 9)
Ekki er alltaf hægt að finna svona dæmi í sögunum.
Oft eru engar lýsingar á söguhetjum né heldur koma þær
fram í textanum öðruvísi en að framan gat, sem góð og
elskuleg en heldur sviplítil böm.
Ekki em öll böm í bamabókum sviplaus, þótt nærri
öll séu þau góð og væn. Nokkur böm skera sig úr, eink-
um með því að sýna á sér fleiri en eina hlið. Dæmi um
þannig persónu er Atli í Atli og Una (102). Hann á til
bæði dökkar og bjartar hliðar, þunglyndi og glaðlyndi,
og hann er bæði góður og vondur.
Stundum er varla hægt að tala um marghliða persónur,
öllu heldur fæst smám saman dýpt í myndina af persón-
unni, eftir því sem lesandi kynnist henni betur. Þannig
persóna er Una, vinkona Atla (102).
Vandlega gerðar og oft margræðar persónur er eink-
um að finna í bókum Stefáns Jónssonar (208, 237, 255,