Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 109
107
Góður bandaríkjamaður kemur fyrir í 211, og Ásta í
342 kann ágætlega við sig í Bandaríkjunum, en fólkið þar
hefur sína kosti og galla eins og gengur. Kanaríeyjabúar
eru gott fólk í 348, sem gerist á þeim slóðum. íri er heldur
aðsópsmikill í 213, en höfundur skellir skuldinni á íslend-
inginn sem seldi honum áfengi. Indverskt bam kemur
aðeins við sögu í 281, söguhetju finnst það fallegt. Skotar
tveir koma í heimsókn að Grænalæk í fyrstu sögunni um
Dísu (317). Dísu finnst þeir skrítnir og borða afskaplega
mikið. Kínverji er ágætur maður í 112, og annar kemui'
lítillega við sögu sem þjónn í 211. Arabaþorparar ræna
stúlku og ætla að selja mansali í 112. Þeir eru verstu
óþokkar.
Aðalbófinn í 238 er ekki þjóðgreindur. Það er sagt, að
hann hafi barist í orrustunni um Stalingrad, en ekki hvor-
um megin hann var. Þetta er versti þorpari. Annar óþjóð-
greindur bófi er í 211. Það eitt kemur fram, að söguhetja
fær „enga meiningu út úr nafninu" á skipinu, sem bóf-
inn er á (bls. 57).
133 Af öðrum kynþáttum koma svertingjar oftast fyrir,
eða í fimm bókum. Höfundarafstaða er jákvæð gagnvart
þeim í þremur bókum (225, 342 og 112, sjá þó síðar í kafl-
anum), óákveðin í tveimur bókum (213, 328). 1 213 eru
svertingi og íri aðsópsmiklir, en eins og getið var hér áðan
er skuldinni skellt á íslendinginn, sem seldi þeim áfengi.
I Katla kveður (328) er töluverðu rými eytt í umræður
um svertingjafordóma. Umræðumar eru raunsæjar og eng-
in leið að ákvarða afstöðu höfundar. Önnur aðalpersónan,
Katla, hefur fordóma gagnvart svertingjum, Svala vin-
kona hennar er ástfangin af negra og finnst fordómar
vinkonunnar heimskulegir. Auk þessara sagna má geta um
244, þar sem veiðiþjófarnir eru dulbúnir sem blökkumenn.
Rauðskinnar koma við sögu í þremur bókum (112, 225,
229), og er afstaðan gagnvart þeim alltaf neikvæð. Um
112 verður rætt hér á eftir, en í 225 og 229 kemur fram
andúð á kynþættinum. 225 gerist í ímynduðu hitabeltis-