Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 43
41
Ekki þarf að spyrja að efnahag fólks í 1. stétt. Það býr
í glæstum höllum og klæðist pelli og purpura eins og venja
er til í ævintýrum. Þó kemur fram í öllum sögunum, að
ríkidæmi er til lítils, ef gæfan snýr við manninum baki.
2. stétt eða efri miðstétt er fremur algeng í bókunum.
Aðalpersónur eru úr þeirri stétt í 38 tilvikum eða 19.5%
þeirra, tæplega 16% í drengjabókum og rúmlega 25% i
stúlknabókum.
Algengasta starfsgreinin er læknir, sem kemur fyrir í
9 sögum. f einni sögu til viðbótar er söguhetja læknisdóttir,
en faðir hennar er dáinn (112). f sögunni Adda trúlofast
(307) er lögð sérstök áhersla á læknisstarfið, þegar lækn-
isdóttirin Adda trúlofast lækninum Páli. Ekki er laust við
að læknisstarfinu sé sýnd virðing umfram önnur störf þar
sem það kemur fyrir, einkum í Öddubókunum (301-—7).
Kaupmenn eru feður söguhetja í 8 sögum, forstjórar í
5 sögum, lögreglustjórar og meiri háttar útgerðarmenn í
þremur hvorir; prestar, skipstjórar og þorpstjórar í tveimur
sögum hverjir. Þorpstjórar þessir koma fyrir í sögum, sem
gerast í fjarlægum löndum (112, 225). Auk þessa koma
fyrir atvinnurekendur, auðugur bóndi og jarðfræðingur.
Mikil velmegun er í þessum hópi. Fólk hefur engar fjár-
hagsáhyggjur og virðist flest búa í einbýlishúsum, að
minnsta kosti er elcki annars getið. Langflest böm úr þess-
ari stétt eiga heima í borg og bæjum, þótt sögurnar gerist
ef til vill annars staðar. Synir óðalsbóndans (108) og
prestabörnin (113, 326) húa ein í sveit af þessum börnum.
3. stétt, miðstéttin, er algengasti þjóðfélagshópur í hama-
bókum tímabilsins. Aðalpersónur eru úr þeirri stétt í 64
tilvikum, alls 32.8% aðalpersóna. Hlutföllin milli drengja-
og stúlknabóka eru nokkurn veginn jöfn.
Þessi niðurstaða er mjög skiljanleg, þegar mnhverfi sögu-
hetjanna er haft í huga. í 4. kafla kom fram, að 34.6%
hókanna gerast í sveit, og langflestir þeirra sem í sveit húa
eru í 3. stétt samkvæmt flokkuninni. Af aðalsöguhetjum
þessara 64 bóka era bændaböm eða aðstandendur bænda