Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 81
79
Lýsingarorðin, sem notuð eru um Trausta, kennarann, eru
mjög dæmigerð fyrir afstöðu til kennara i bamabókum.
1 Dagný og Doddi er þessi lýsing (103): „Kennarinn var
ungur maður nýkominn í sveitina. — Vel gefinn og hið
mesta prúðmenni.“ (bls. 58) Sérkennilegri er lýsing Hjalta
á kennara sínum: „Böðvar, kennarinn minn, er hámennt-
aður maður, enda útskrifaður úr bændaskólanum. Hann
burstar tennur sinar á hverju kvöldi og hreinsar neglur
sínar vandlega.“ (237, bls. 149)
Leiðinlegur íslenskukennari kemur fyrir í 105, en marg-
breytilegasta mynd þessara bóka af kennurum gefur Stef-
án Jónsson i Böm em besta fólk (208) og Vetur í Vind-
heimum (283). Kennarar hans em langt frá því gallalaus
ljúfmenni, og skólastjórinn er — í augum söguhetju -—
úlfur í sauðargæm. 1 þessum sögum koma fyrir einu dæm-
in mn kennara öðmvisi en fyrirmyndarmenn islenskrar
æsku.
Kennarar koma auðvitað fyrir í fleiri sögum en nú hefur
verið getið um, en ekki sem persónur.
Næstir kennurum að fjölda eru góðir gamlir eða roskn-
ir menn, sem börain sækja traust til. Stundum skipta þeir
litlu máli í sögunni (213, 229, 301, 323), stundum gegna
þeir ákveðnu hlutverki, eins og Eyfi gamli, sem segir Dóra
frá Fannadal og finnur bömin þar (117), götusóparinn,
sem kennir Steina knattspyrau í 210, og Jói frændi, sem
talar um fyrir Óla (249) og verður vinnuveitandi hans.
I nokkmm sögum verða þessir menn til þess að um
skiptir í lífi söguhetju. Mundi matsveinn tekur Tóa að
sér (274) og kostar hann í skóla. Magnús kostar Palla,
son æskuunnustu sinnar, einnig í skóla (277), og Óttar
(290) kemst í skóla fyrir arfinn frá Þórði gamla. For-
stöðumaður hælisins, sem Frissi er sendur til (214), rejm-
ist drengnum vel og hjálpar honum að komast aftur á
réttan kjöl.
1 þremur sögum er gamall maður trúnaðarvúnur ungs
drengs. Ásgrímur gamli verður Garðari eins og faðir i