Studia Islandica - 01.06.1976, Side 97
95
fold fer í síld (327). Fleiri söguhetjur vinna ekki í fiski
á landi.
1 þremur sögum er lýst björgun úr sjávarháska, sem sögu-
hetjur taka þátt í, einu sinni á sjó (273) og tvisvar af
landi (265, 282). Það eru í öll skiptin íslendingar, sem
bjarga mönnum af breskum togurum. Nákvæmasta verk-
lýsingu er að finna í Vetrarævintýri Svenna í Ási (282).
Algengustu störf unglinga í þéttbýli í bamabókum eru
afgreiðslustörf. Sögubetjur vinna í búð í sumarleyfinu
í 341, 266, 280, 331, 341. Sendlastörf koma næst að fjölda
til (205, 208, 230). Drengirnir í 210 selja blöð. Adda
vinnur á sjúkrahúsi eitt srnnar (307) og Todda á barna-
leikvelli (345). Aðalpersóna á giftingaraldri í 101 er
smiður.
Störf í þéttbýli eiga það sameiginlegt, að á þeim er eng-
in lýsing gefin eða þá mjög yfirborðsleg. Undantekning
er þó starf Toddu (345). Einn kaflinn er eingöngu um
störf hennar á leikvellinum.
Ein sögubetja, Ásgeir í Börn eru besta fólk (208), er
rekin úr starfi, fyrir mistök, sem vinnuveitandinn er sjálf-
ur valdur að. Hann skeytir skapi sínu á drengnum og rekur
hann, en vill svo taka gerðir sínar aftur, þegar skapofsinn
er úr honum. Móðir Ásgeirs vill ekki, að sonur hennar sé
beittur órétti og kemur honum til annars kaupmanns í
vinnu.
Ölaunuð störf vinna böm mörg í þjónustu laga og réttar,
eins og áður hefur komið fram. Ekki þykir ástæða til að
tíunda þau hér. Nokkuð er lýst störfum unglinganna í fé-
laginu Hjálparhönd í Sólrún og sonur vitavarðarins (259),
og drengimir í Víkingaferð til Surtseyjar (285) em önn-
um kafnir lengi vel við að smíða leiktjöld við leikrit aðal-
söguhetju mn fyrstu landnámsmennina.
10.2 Það kemur fram í könnun, sem nemar í þjóðfé-
lagsfræðum hafa gert, að flestir unglingar í Reykjavík
vinna í sumarleyfum sínum, og fjöldi þeirra vinnur auk