Studia Islandica - 01.06.1976, Side 48
46
borg og bæjum. Tæp 17% þeirra koma fyrir í stúlkna-
bókum og um 28% í drengjabókum. Hér kemur fram
töluverður munur á stúlkna- og drengjabókum, sem er í
samræmi við niðurstöður kaflans um umhverfi. Heimili
og foreldrar skipta miklu meira máli í bókum þar sem
stúlka er aðalsöguhetja en í bókum um drengi.
Langoftast má giska á stétt söguhetja í þessum bókum
með því að athuga hibýlalýsingar og önnur merki um
efnahag. Alltaf er þó erfitt að gera upp á milli 2. og 3.
stéttar, því eins og fram kom í 5.2 er lítill munur á ytri
kjörum þeirra stétta í barnabókum.
Aðalpersónur, eða sú þeirra sem óljós er, virðast búa
í einbýlishúsi við góðan efnahag í 107, 210, 230, 241—6,
249, 258, 262, 263, 270, 285, 322. Einbýlishús og bíll eru
stöðutákn í 114, 276, 291, 349 og 350. 1 349 er faðiriim
auk þess innundir hjá lögreglunni. Foreldrar Unnar í
351 eiga einbýlishús og smnarbústað. Fjárhagur virðist
góður í 221, 233, 251, 271 (þar sem móðirin er sennilega
kennari) og 310—14 (móðir Önnu Heiðu er titluð ,,frú“)-
Faðir Svenna í 282 er formaður slysavamafélagsins í bæn-
um, mannvirðingamaður. 1 öllum þessum sögum gætu
persónur verið hvort sem er úr 2. eða 3. stétt.
Meira vafamál er með fjölskylduna í bókunum um Gísla,
Eirík og Helga (264, 287). Hún flytur lir kjallaraíbúð í
íbúð á 4. hæð í blokk og virðist því ekki á flæðiskeri stödd
fjárhagslega, en faðirinn vinnur ákaflega mikið. f þessum
sögum eru einu dæmin um það að fólk búi í blokk í sög-
um sem gerast á íslandi, og þess má geta, að það umhverfi
verður heldur óyndislegt í sögunum. Todda (343) býr í
stóm sambýlishúsi í Kaupmannahöfn, það verður ekki held-
ur sérstaklega heillandi í sögunni.
Ef áætlað er að flestar þessar söguhetjm séu úr 3. stétt,
hækkar hlutfallstala þeirrar stéttar allvemlega, eða úr
33% í 50%. Nær lagi væri þó liklega að skipta þeim milli
2. og 3. stéttar eftir hlutfallstölum þeirra stétta.
f fimm sögum má giska á að söguhetjur tilheyri 4.