Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 105
103
þess að giftast risanum. Og eru álögin, sem Pétur prins
er hnepptur í, ekki andlegt ofbeldi (104)?
123 Hvers konar ofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt, er
algengara i drengjabókum en stúlknabókum. Manneskju
er sýnt líkamlegt ofbeldi í einni stúlknabók aðeins (343)
og tveimur bókum þar sem aðalsöguhetjur eru af báðum
kynjum (102, 105). Oftast koma ofbeldislýsingar fyrir í
bókum, sem fjalla um viðskipti unglinga við glæpamenn,
en þeim bókum fór fjölgandi á timabilinu. Fram að 1967
eru þær alls sex, eða tæp ein á ári, en síðustu fjögur árin
eru þær alls 14 eða 3(4 á ári að meðaltali. Aldrei er maður
drepinn í þessum sögum, en í Dularfulli njósnarinn (211)
losna söguhetjur við þrjótinn, þegar hann sogast út rnn
neyðarútgöngudyr á flugvél. Flugvélin er að sjálfsögðu
á flugi og þurfti því ekki að spyrja um afdrif njósnarans.
Glæpirnir, sem framdir eru í þessum bókum eru aðallega
þjófnaður og smygl.
Það er vert að taka eftir því, að engar lýsingar eru í
bamabókunum á andstæðu ofbeldis, kærleikshótum fólks.
Þótt unglingamir séu nógu þroskaðir til að takast á við
afbrotamenn, hafa þeir engan áhuga á náinni snertingu
við jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Fyrir kemur að fólk
kyssist í bókunum, einkum stúlknabókum (307, 341, 342),
en frá því er aðeins sagt, því er ekki lýst á lifandi hátt
eins og áflogunum. Helsta undantekningin er saga Ástu
í Sumardvöl í Grænufjöllum (342). Drengimir í bókum
Stefáns Jónssonar verða lika bálskotnir í stelpum, og er
tilfinningum þeirra oft skemmtilega lýst, en þær lýsingar
eru einsdæmi í drengjabókum tímabilsins.
Andlegt ofbeldi kemur ekki oft fyrir miðað við hvað
það er algengt i lífi flestra bama. Hér voru þó ekki talin
með þau skipti, þegar börn kýta eða stríða hvert öðru
jafnt, heldur ofsóknir á þann, sem lítils má sín og ekki
hefnir sín. Ástæðan til þess hve sjaldgæft þetta atriði er í
bókunum er að líkindum sú, að barnabækur fjalla um sól-