Studia Islandica - 01.06.1976, Page 23
21
269, 283), Ragnheiðar Jónsdóttur (102, 328, 329, 330,
331), Ólafs Jóhanns Sigurðssonar (218), Óskars Aðal-
steins (222), Gunnars M. Magnúss (209, 268, 284),
Magneu frá Kleifum (323, 324) og Stefáns Júlíussonar
(einkum 342 og 347). Lifandi og eðlileg börn, sem bæði
hafa kosti og galla, eru í nokkrum bókum þar sem ofmælt
væri ef til vill að tala um mikla persónusköpun. Meðal
þessara bóka eru Nonnabækurnar (202, 207, 239, 260),
Toddubækumar (343—6), sumar Öddubækurnar (301, 302,
305, 306) og auk þeirra 115, 117, 201, 210, 219, 220, 235,
261, 262, 263, 271, 326, 327 og 339.
Eins og áður sagði eru söguhetjur í bókum þessum yfir-
gnæfandi góð og þekk börn. 1 fjórum sögum er aðalper-
sóna nokkuð óþekk og leiðinleg, en úr því rætist að lokum
í öllum tilvikum. Þetta eru þeir Frissi í Frissi á flótta
(214), Gaukur í Gaukur verður hetja (217), Óli í Óska-
steinninn hans Óla (249) og Puti í Puti í kexinu (251).
Um þessa drengi er nánar fjallað í kaflanum um heimili
(6.2).
Nokkuð er algeng í bamabókum aukapersónan, sem er
vond framan af en verður góð. Dæmi um þetta er að finna
í 105, 109, 203, 207, 216, 230, 243, 254, 268, 280, 322,
328, 330. Stundum verða þessar persónur góðar við það
að iðrast gerða sinna (t. d. i 203, 216, 243, 322), stundum
þarf söguhetja að koma til móts við þær (109, 254, 280,
330). Stundum þarf ekki annað en vísa til betri manns
brekabarnsins til þess að það snúi frá villu síns vegar (105,
207, 230, 328).
Fáein dæmi eru um það að aukapersóna bæti ekki ráð
sitt. Láki í bókunum um Óla og Steina (229, 247, 267)
er mesti leiðindagaur, þegar hann kemur fyrir. Maggi í
bókunum um Steina og Danna (262, 263) er illa farinn
af vondu atlæti. I fyrri sögunni virðist hann ætla að átta
sig og verða góður strákur, en í seinni sögunni hefur hon-
um farið aftur. Ragnar í Vetur í Vindheimum (283) er
orðinn gerspilltur drengur, hættur að sjá mun á réttu og