Studia Islandica - 01.06.1976, Page 55
53
munurinn á þessum tveim hópum verður mjög skýr, þótt
ekki sé reynt að komast að orsökum hans. Aðstöðumun
söguhetjanna og vinstúlknanna þriggja, Siggu, Dísu og
Dóru, í 347 er vel lýst, þótt hann valdi að vísu engum
teljandi félagslegum erfiðleikum.
í sögunni Vetur í Vindheimum (283) fær Ásgeir að vita
um það félagslega misrétti, sem móðir hans var beitt, þeg-
ar hún gekk með hann. En móðirin kemst yfir erfiðleik-
ana, ekki aðeins með því að komast upp í þá stétt, sem
henni var eitt sinn meinaður aðgangur að, heldur með því
að gerast baráttumaður fyrir lágstéttarfólk. Sonm' hennar
hefur einnig næma stéttai’vitund, og hann heldur á ein-
um stað ræðu yfir vinum sínum, sem eru úr efri miðstétt
og komnir af menntafólki:
-— Nei, ykkar fólk lifir allt á ríkinu. Þegar pabhi
ykkar, mamma ykkar og allt það dót sat í skóla, þá
voru bæði mamma mín og Sighvatur fai’in að vinna.
Haldið þið, að þeir kosti ekkert allir þessir skólar?
Haldið þið kannski, að þeir borgi þá, sem eru í þeim
til þess að geta svo farið að lifá á ríkinu? Allt ykkar
fólk hefur verið ómagar á þeim, sem vinna, og ætti
ekki að gera lítið úr þeim, sem vinna.
(208, bls. 27)
Haraldur, aukapersónan í Mamma skilur allt, sem minnst
var á hér að framan, er kominn enn nær jafnaðarstefnu
í hugleiðingum sínum um mismunun fólks vegna þjóðfé-
lagsstöðu:
— Þú hefur alltaf verið á ríkum heimilum. Þú
fékkst ekki beinkröm, þegar þú varst lítill. Þú hefur
ekki einu sirmi fengið kuldapolla, segir Haraldur.
— Nei, segi ég.
Hann þegir stundarkora. Loks segir hann:
— Enginn þai'f að vera fátækur. Jöi’ðin á nóg af
auðæfum handa öllum. Allir eiga að geta haft nóg
að borða.
— Það getur vel verið, segi ég.