Studia Islandica - 01.06.1976, Side 15
13
Kari Skjemsberg, sem fjallar að meginefni um hlutverk
kynjanna.
1.2 Eftir að listinn yfir bækumar var tilbúinn, lá næst
fyrir að íhuga kerfisbundið hvaða upplýsingar ætti að fá
úr bókunum. Árangur þeirra íhugana var atriðaskrá í 15
liðum, um margt svipuð rannsóknartöflu (analyseskjema)
Kari Skjansberg (Skjemsberg, bls. 35) enda gerð undir
áhrifmn hennar. Hver saga var síðan lesin og atriðum
safnað á spjald. Flest atriðin eru jafnframt kaflaheiti innan
ritgerðarinnar.
AtriSaskrá
1. Titill, höfundur, útgáfuár (frumútg., endurútg.), tala,
einstök, bókaflokkur (sjá 1.3).
2. Söguhetjur, nöfn, aldur og persónueinkenni aðalper-
sóna og helstu aukapersóna.
3. Efni. Gerð bókarinnar. Þema.
4. Umhverfi, þéttbýli, strjálbýli. Tími.
5. Þjóðfélagsstaða, starf föður og/eða móður, fjárhagur.
Stéttamunur.
6. Heimili og persónuleg vandamál.
7. Skóli, menntun, framtíðardraumar.
8. Fullorðið fólk utan heimilis.
9. Kynhlutverk, afstaða til kynjanna.
10. Störf aðalsöguhetja og starfsfræðsla.
11. Strið og atvinnuleysi.
12. Grimmd og ofbeldi.
13. Þjóðernisstefna. Afstaða til annarra þjóða og kynþátta.
14. Afstaða til yfirvalda.
15. Uppeldishugsjónir sagnanna og siðfræðilegar tilhneig-
ingar.
Nákvæmari vitneskja mn atriðin er í köflunum þar sem
þau eru rædd. Hér á eftir, í 1.3, er fjallað um bókaflokka
fyrsta atriðis.
Til að sýna hvernig unnið var eftir þessari atriðaskrá