Studia Islandica - 01.06.1976, Side 17
15
10. Á. starfar sem sendill hjá Sighvati og öðrum kaup-
manni um sumarið. Starfslýs. lítil. Sighv. rekur Á.
fyrir slys, sem S. á sjálfur sök á.
11. M. Á. er atvinnulaus um skeið eftir að hún hættir á
skrifstofunni og áður en hún stofnar fyrirtæki. Ekki
alvarlegt.
12. Keli saga, kennari, slær Á. með hók, svo að hann fær
blóðnasir. Hann er einnig beittur andlegu ofbeldi af
kennurum og félögum sínum, m. a. strítt á Hansen
nafninu.
13. —
14. Annar lögregluþj. er óaðlaðandi, hinn geðþekkur. Af-
staða til yfirvalda (einkum skólastjóra) gagnrýnin.
15. Vekjandi saga. Sýnir að barn þarf ekki að vera
„vont“, þótt það leiðist í vandræði. Vekur spurningar
um rétt skólabarna gagnvart kennurum og öðrum yf-
irboðurum.
Þessi saga veitir óvenjumikla vitneskju um nær öll atrið-
in. Til að sýna andstæðu hennar tek ég bókina Hvað heitir
dúkkan mín?
1. Hvað heitir dúkkan min? Margrét Jónsdóttir Björnsson,
1960, 325, einstök.
2. Ása, 7 ára, engin persónueinkenni.
3. Ása fær brúðu í afmælisgjöf og spyr ýmis dýr, hvað
hún eigi að láta brúðuna heita. Skírir hana loks í höf-
uðið á sóleyjunni.
4. Sveit, í samtimanum.
5. Engar upplýsingar. Faðii’ Á. gæti verið bóndi.
6-14. Engar upplýsingar.
15. Engin uppeldisviðhorf.
Fáar sögur gefa svona lítið í aðra hönd, flestar eru sög-
urnar einhvers staðar milli þessara andstæðna.
Ekki reyndist unnt að vinna eins vel úr upplýsingum
um aukapersónur og efnið um þær gaf tilefni til, en reynt
var að nýta það eins vel og kostur Arar á.