Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 37
35
Strokubörnin (115) verða munaðarlaus og flytja til
frænku í borginni. Þaðan flýja þau aftur upp í sveit þar
sem vandalausir taka þau að sér. Þetta er eitt af fáum
dæmum um greinilegan mismun á umhverfi, þar sem
annað er tekið fram yfir hitt, sveitin fram yfir borgina.
Nonni flyst til Danmerkur í 207. Umskiptin eru mikil
en engir árekstrar verða alvarlegir. I 209 flyst Kristján
fyrst úr Reykjavík til Víðigerðis og kann heldur illa við
sig. Síðan fer hann vestur rnn haf með fólkinu í Viði-
gerði. í Ameríku mæta fólkinu miklir erfiðleikar, sem
einnig er fjallað um í 284. Kristján er eiginlega sá eini
sem spjarar sig vel, en bæði hann og hin aðalpersóna bók-
anna, bóndasonurinn Geiri, flytja aftur heim til Islands.
Högni vitasveinn (222) flyst búferlum úr bæ í afskekkta
sveit, þar sem faðir hans verður vitavörður. Fjölskyld-
unni liður betur í sveitinni. Lith læknissonurinn Geir flyt-
ur úr stórum kaupstað til lítils kauptúns (235). Móður
hans og systur leiðist í fyrstu en það jafnar sig brátt.
Adda flyst úr borg í smábæ í 301, og eru þau skipti
henni mjög í hag. 1 304 kemur hún heim frá Bandaríkjun-
um, en þar er ekki sjáanlegur munur á umhverfi, þar eð
lesandi fær enga mynd af aðstæðum heimar ytra.
Búferlaflutningar úr strjálbýli til Reykjavíluu- eru ekki
eins algengt söguefni og ætla mætti af því hversu algengt
þetta hefur verið undanfarna áratugi. Það er aðeins í
einni sögu, Anna Dóra og Dengsi (309), sem fjölskylda
flyst úr sveit til Reykjavíkur. Fjölskylda Grétu í 316
er nýlega flutt, þegar sagan hefst, flutningum er ekki
lýst, en Gréta er einmana og vinalaus framan af. Hins
vegar er fjölskylda önnu Dóru í 309 ánægð með skiptin.
önnu Dóru finnst borgin falleg, en hún er þó ákveðin í
því að flytjast í sveit aftur, þegar hún er orðin stór.
Fólk fer í skóla fjarri heimili sínu í nokkrum sögum.
Börnin í 103, 206, 237, 339 og fleiri sögum fara í farskóla
á aðra bæi í sveitinni, en í þeim tilvikum skipta þau ekki
um umhverfi, þau eru áfram i sveitinni sinni. Sonur vita-