Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 117
115
„Mér finnst mega líkja þessari ferð okkar við för
gegnum dimman dal. Við erum rammvilltar og vit-
um ekki, hvað til bragðs á að taka. Og við erum
hræddar. Höfum við nokkra ástæðu til þess? Ættum
við ekki að geta treyst Guði? Þurfum við nokkuð
að óttast?“
Stúlkurnar háðu til Guðs í sameiningu. Þær báðu
hann að hjálpa sér í þessum ógöngum og vera sér
styrkur. Og þeim leið ólíkt betur á eftir. Þær hölluðu
sér út af og reyndu að halda hita hvor á annarri.
Og skömmu seinna sváfu þær áhyggjulausum svefni.
(311, bls. 63—4)
Móðir Þrastar er lífshættulega veik í sögunni Knatt-
spymudrengurinn (230), en þau veikindi skipta htlu sem
engu máli í sögunni. Dæmin eru tekin úr fyrri hluta og
lokakafla bókarinnar, þegar minnst er á móðurina.
„En ég ætla ekki að þegja yfir hinu, þar sem ég
veit, að þú tekur því eins og ber. Ekki má mikið út
af bera til þess að líf hennar slokkni. Og ég segi þér
þetta, Þröstur minn, einnig eins og það er. Þú veizt
eins vel og ég, að við þurfum ekkert að óttast. Hún
er í hendi Guðs.“ (230, bls. 33)
„Er búið að skera mömmu upp?“ greip Þröstur
fram í fyrir honum.
„Já, Þröstur. Og læknamir sögðu, að það hefði
tekizt vonum framar. Hún er á hröðum batavegi.
Allt gerir Gu3 vel. Gleymum því ekki að þakka hon-
um fyrir. Auðvitað hefði alveg eins getað farið öðra-
vísi.“ (230, bls. 111)
Guð vill verða eins konar gervilausn, eins og sést á þessum
dæmum. Stundum kemur höfundur einnig kristilegri
fræðslu að í samtölum söguhetja. Hér era 10—11 ára tví-
burar nýháttaðir fyrsta kvöldið á íseyju norður í höfum.
Lesandi gæti búist við, að þeir væra fullir áhuga á hinu
nýstárlega umhverfi. En þeir bræður taka fram biblíu: