Studia Islandica - 01.06.1976, Page 50
48
2. og 3. stétt hafa mest saman að sælda í bamabókun-
um enda eiga þær stéttir ýmislegt sameiginlegt eins og
getið hefur verið hér að framan. 1 alls níu sögum em að-
alsöguhetjur úr báðum þessum stéttiun (117, 231, 238,
240, 248, 261, 265, 267, 315). Engir árekstrar verða hér
á milli enda munurinn lítill á efnahag og aðstæðum.
2. og 4. stétt koma saman í þremur sögum, einnig alveg
árekstralaust. Synir kaupmannsins og mjólkurbílstjórans
eru bestu vinir í 205. Synir kaupmannsins og leiguliðans
em vinir í 290, og leiguliðasonurinn á raunar eftir að flytj-
ast sjálfur í 2. stétt (278). Kaupamaðurinn bjargar höfð-
ingjadótturinni í 225 og fer vel á með þeim, þótt kaupa-
maðurinn heri sýnilega nokkra lotningu fyrir stúlkunni.
Erfiðlegar gengm í sögunni Vaskir vinir eftir Jennu
og Hreiðar Stefánsson (280). Þar sést að flutningar milli
stétta gerast ekki með því einu að flytja í einbýlishús og
eignast auðuga að. Kaupmannssyninum Sigurði reynist erf-
itt að vingast við pörupiltinn Öskar úr Reykjavík. Þótt
Óskar eigi að vera kominn í 2. stétt, þar sem Sigurður er
fyrir, er enn mikill munur á drengjunum hvað varðar
uppeldi og kunnáttu. Sagan er sögð frá sjónarhóli Sigurð-
ar, og lesandi fær ekki að skyggnast inn í hugarheim Ósk-
ars, en eftir hegðun hans að dæma líður honum mjög
illa lengi vel. Hann er tortrygginn gagnvart Sigurði, finn-
ur að Sigurður er hálfvolgur í vináttu sinni. Sigurður á
aftur á móti í striði við móður sína, sem hefur mikla for-
dóma gegn Óskari og vill ekki að einkasonurinn umgang-
ist götustrákinn. Þetta fer þó allt vel. Óskar fer að hegða
sér vel, Sigurði fer að þykja vænt um hann og móðirin
lætur af andstöðu sinni.
3. og 4. stétt mætast í sögunum um Brodda (232, 234).
Broddi, sonur vélsmiðsins, og Daði, sonur þvottakonunn-
ar, vinna saman í vegavinnu og á sjó, og sá fyrmefndi
tekur eiginlega þann síðarnefnda að sér. Daði er minni
máttar líkamlega, hann er haltur og hefm- áhyggjur af
því að geta lítið gert fyrir erfiðiskonuna móður sina, sem