Studia Islandica - 01.06.1976, Side 84
82
að halda. Undantekning er einkum samband Garðars og
Ásgríms i bókunum um Garðar eftir Hjört Gíslason (204,
215).
8.2 Fátítt er að fjallað sé um erfiðleika bama og img-
linga á að komast í samband við fólk, einmanaleika þeirra
og einangrun. Það er í rauninni ekki nema ein söguhetja,
sem á verulega bágt með að ná sambandi við aðra, bæði
fullorðna og börn. Það er Kristján, Reykjavíkurdrengurinn
og munaðarleysinginn í sögunni um bömin frá Víðigerði
éftir Gunnar M. Magnúss (209). Um þessa erfiðleika
hans er fremur yfirborðslega fjallað í sögunni, þannig að
vandinn verður ekki nægilega ljós.
Gustukabörnin Atli (102) og Hjalti (255) eiga í nokkr-
um erfiðleikum með að komast í samband við fullorðna
en eiga ágæta vini meðal barna.
8.3 Það sem stingur í augun í þessu yfirhti er, að böra
og unglingar skuli hafa meiri samskipti við glæpamenn
en kennara sína í bamabókum. Allt hið illa í veröldinni
er sameinað í þessum ólánsmönnum (og einum rithöfundi),
sem alltaf verða undir í sögulok. Allir aðrir eru að jafnaði
ákaflega góðir og elskulegir við bömin.
9 KYNHLUTVERK. AFSTAÐA TIL KYNJANNA
9.0 Hér verður fjallað um stöðu kvenna eins og hún
birtist í barnabókumnn, og afstöðu til kynjanna. f 9.1 og
9.2 verður rætt um meginmunstrið og tilbrigði þess, í 9.3
og 9.4 er fjallað um frávik frá því.
9.1 Kynhlutverk eru hefðbundin í öllum bamabókum
timabilsins í aðalatriðum. Með því er átt við, að bæði böm
og fullorðnir skipti með sér verkum eftir kynferði. Hefð-
bundin kvennaverk, húshald, matseld, bamaumönnun,
koma í hlut kvenna og stúlkna, karbnaðurinn sér um að
afla fanga til heimihsins.
Hið hefðbundna beimilishald: þ. e. að móðirin er heima