Studia Islandica - 01.06.1976, Side 60
58
að lokum og reynist hafa verið veik. Börnin lenda i góðum
höndum meðan þau eru munaðarlaus og taka missinn
ekki mjög nærri sér. Strokubömin (115) eru búin að
missa báða foreldra sína óafturkallanlega, og það veldur
öllum þeirra vandræðum. 1 lokin finna þau sér þó nýja
foreldra. Adda litla man óljóst eftir móður sinni í byrjun
sögu sinnar (301) og saknar hennar sárt hjá Birnu gömlu.
Eftir að læknishjónin taka hana að sér gleymir hún þó öll-
um raunum. Framan af sámar henni að vísu, þegar hún
er kölluð „fósturdóttir" læknishjónamia, en það kemur
sjaldan fyrir.
Kristján í sögunni Börnin frá Víðigerði (209) er mun-
aðarlaus. Hann þekkir ekki föður sinn og hefur alist upp
á hrakningi eftir að móðir hans dó. Hann er ódæll og pör-
óttur og nýtur ekki skilnings frá umhverfi sínu — og eig-
inlega ekki frá höfundi heldur. Hann er sendur í sveit,
en þar eignast hann enga vini. Vandi Stjána leysist ekki
í sögunni, en á hitt er að líta, að höfundur fjallar um
Stjána sem vandræðabarn en ekki sem barn, sem á i erf-
iðleikum. Þegar liður á söguna hættir Stjáni að vera aðal-
persóna, og sagan fylgir Geira bóndasyni, sem ekki á í
neinu tilfinningastríði. Nokkm fyrir lok bókar hverfur
Stjáni og kemur ekki fram fyrr en í næstu bók, Við skul-
um halda á Skaga (284), þá fullorðinn maður.
Tói, söguhetja Tóabókanna (273—5), er munaðarlaus
og virðist eignast sitt fyxsta heimili um borð í varðskip-
inu, sem hann strýkur með. Um fortíð hans fær lesandi
ekki að vita annað en það, að hann hefur verið á munað-
arleysingjahæli. Bækumar um Tóa em sérkennilegar að
þvi leyti, að þar virðist engin persóna lifa venjulegu heim-
ilislífi. Ekki eru persónur þó þjakaðar af þessu í sögunmn,
en lesandi fær að vísu litla hugmymd um andlega líðan
Tóa.
Rósa, aukapersóna í 349 og 350, býr hjá afa shnun og
ömmu. Hún er ekki búin að missa móður sína, en móðirin
er búin að gifta sig og eignast önnur böm og vill ekki eða