Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 41
39
ar af þessu á einstaka stað, einkum í bókum Hannesar J.
Magnússonar.
Það voru hálærðir embættismenn og auðugir kaupsýslu-
menn, sem skipuðu efstu borgarastétt í þjóðfélagi Nonna-
bókanna, og menntun og auður ráða enn mestu tnn það,
hvar fólki er raðað i stétt. Að vísu er launamunur ekki
eins mikill og greinilegur nú á tímum og fyrir 50—100
árum, en það tekur iðnaðarmanninn og verkamanninn
væntanlega lengri vinnutíma og meira líkamlegt erfiði að
ná sömu tekjum og embættismaðurinn hefur.
Hér verður mönmnn ekki skipt í stéttir eftir launum,
enda eru ýmis vandkvæði á að fá vitneskju um rauntekjur
fólks. Fremur verður menntun lögð til grundvallar skipt-
ingunni ásamt því áliti, sem starfið nýtur meðal almenn-
ings, að því er ætla má. Matið er oft erfitt og orkar stund-
um tvímælis, en minna verður á, að þetta er einungis
vinnuhugmynd, grind til að auðvelda lirvinnslu, en ekki
neinn endanlegur dómur.
Fólki var skipt í fimm hópa og tekið mið af flokkun
Kari Skjonsberg í bók hennar (Skjonsberg, bls. 75). Einn
hópurinn, sá fyrsti, á ekki fulltrúa í íslensku þjóðlífi, þótt
hann eigi fulltrúa í íslenskum bamabókum. Hópamir em
þessir, með dæmum til skýringar:
1. stétt, yfirstétt: konungar, aðalsmenn.
2. stétt, efri miðstétt: háskólamenntaðir menn, atvinnu-
rekendur, forstjórar, skipstjórar á stómm hafskipum o. s.
frv.
3. stétt, miðstétt: bændur, kennarar, faglærðir iðnaðar-
menn, skipstjórar á litlum skipum, stýrimenn, miirni hátt-
ar embættismenn ríkisins.
4. stétt, lágstétt: kotbændur og leiguliðar, verkafólk til
sveita og sjávar, ófaglærðir iðnaðarmenn.
5. stétt, undirmálsfólk: munaðarleysingjar eða aðrir í
irmsjá og á framfæri bæjar- og sveitarfélaga, flakkarar,
óreiðumenn.