Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 86
84
Engin móðir verður líklega eins góð og skilningsrík og
móðir Nonna, en langflestar eru þær góðar eins og áðan
sagði. Stundum eru þær dálítið viðkvæmar og verða þá
áhyggjufullar af litlu tilefni (t. d. í 204, 215, 280, 328—
31), en slæmar eru mæður ekki nema helst í sögunni
tJtilegubömin í Fannadal (117).
Feður eru miklu meiri huldumenn í sögunum en mæð-
umar. Til dæmis kemur faðir Nonna aldrei fram sem
persóna í Nonnabókunum, þar sem móðirin er svo skýr og
mikil persóna. Yfirleitt eru feðumir þó ágætir menn, en
viðsjárverðir eru þeir oftar en mæðumar. Þeir eiga það
til að fara að heiman og þykjast vera drukknaðir (216—
17), sinna börnum sínum lítið (t. d. í 108, 111, 214, 348)
og drekka (t. d. í 117, 316, 340—41). Auk þess búa mörg
böm í barnabókum ein með móður sinni, en ekkert bam
býr eitt með föður sínum nema stuttan tíma.
9.2 Ýmislegt annað kom fram í sögunum, sem er í sam-
ræmi við hefðbundna hlutverkaskiptingu kynjanna og sýn-
ir vel afstöðuna til þeirra.
Stúlkur eru pasturslitlar í nokkrum sögum. Anna er
hrædd við hundinn í 114, en Ari stappar i hana stálinu.
Þóra er hugminni á flóttanum en Doddi í 201. Perla skælir
í fangavistinni í 223, en Siggi er hinn sprækasti. Stúlk-
umar eru líka alltaf húslegri aðilinn. Þær hugsa um mat-
inn í ævintýrunum og er hlíft við átökum eins og kostur
er (201, 231, 233).
Stúlkum er sýnd kynbundin lítilsvirðing í nokkrum
sögum (202, 210, 216, 219, 220, 227, 247, 254, 282, 319,
326). Þetta má sýna með fáeinum dæmum.
Pétur litli í 115 segir við systur sína: „ . . . sjö ára dreng-
ir eru þó á leiðinni að verða stórir karlmenn, en stelpur
verða þó aldrei annað en stelpur.“ (bls. 69) Næsta til-
vitnun er úr Nonnabókunum: „Ég var fullur af ákafa að
geta sýnt mömmu, að ég væri strákur, en ekki stelpa, og
gæti gert eitthvað, sem gagn væri að, þó að ég væri ekki
eldri en þetta.“ (202, bls. 94) 1 219 segir: „Sumir helztu