Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 72
70
Broddi (232) er smiðssonur en ætlar í langskólanám, og
Sveinn, sonur vitavarðarins (259), fer í menntaskóla. Allt
eru þetta 2. og 3. stéttar piltar, sem stefna upp fyrir sina
stétt.
Þetta atriði er þó mun algengara meðal lágstéttarbama.
Garðar (204, 215) er lausaleiksbam þvottakonu, en hon-
um gengur mjög vel í skóla og hann á að ganga mennta-
veginn. Gaukur (216—17) er einnig sonur erfiðiskonu
og föðurlaus lengi vel. Hann ætlar sér þó að ganga mennta-
veginn og verða rithöfundur. Drengina í Suður heiðar
(268) dreymir volduga framtíðardrauma, þótt fátækt virð-
ist almenn í þoi’pinu og þeir séu líklega allir úr 4. stétt.
Salli ætlar að verða skipstjóri, Ámi verkfræðingur, Ellert
skáld og Nói hljómlistarmaður. Leiguliðasonurinn Öttar
kemst til mennta (278), verður stúdent og hyggur á söng-
nám erlendis. Ásta (342) er dóttir iðnverkamanns en er
byrjuð í menntaskóla og ætlar sér langt. Bróðir hennar er
í læknisfræði. Jónsi, aukapersóna í Toddubókunmn (344
—6), er á sveit en dreymir um að verða arkitekt. Haim
verður húsasmiður.
Margir þrá menntun, stundum án þess að hafa nokkuð
sérstakt í huga annað en að fullnægja fróðleiksþrá eða
framagimd. Þetta er eingöngu meðal lágstétta.
Óttar í 290 dreymir mn skólagöngu, og sá draumur ræt-
ist, eins og áður gat (í 278). Aukapersónan Mangi í 102
þráir að komast til mennta. Hann býr við mikla fátækt
og hefur litla von um að draumur hans rætist þrátt fyrir
góðar gáfur. Sama er að segja um Harald í 237. Utan-
garðsbömin Atla (102), Hjalta (255) og Stjána (284)
og 4. stéttarpiltinn Kára (227—8) dreymir stóra drauma
rnn að verða mikilmenni. Allar þessar sögur gerast fyrir
miðja öldina. Þess má geta að Kári er eldri bróðir Ástu,
söguhetju í Sumardvöl í Grænufjöllmn (342). 1 þeirri sögu,
sem gerist mörgum árrnn síðar en Kárabækumar, er Kári
að verða læknir. Aukapersónan Fúsi í 269 þráir einnig
menntun. Hann er munaðarlaus, en virðist ætla að fá ósk