Studia Islandica - 01.06.1976, Side 100
98
I Todda í Sunnuhlíð (344) er rætt um innrás þjóðverja
í Danmörku og Noreg, og fólk veltir fyrir sér hvort ráðist
muni á ísland. I Todda kveður Island (346) er minnst á
hersetu Islands og koma fram sjónarmið bæði með og móti
bandaríska hernum. I síðustu Toddubókinni (345) er
lauslega getið um skort í Danmörku á stríðsárunum og
minnst á mann, sem féll í stríðinu.
Stríðið og hersetan er að öðru leyti ekki söguefni þess-
ara barnabóka. í Njósnir að næturþeli (238) er þó minnst
á hernaðarbækistöð, líklega á Austfjörðum, sem minnir
óhugnanlega á ógnir hins stóra heims. Kári, bróðir Ástu
í 342, hefur unnið „á Keflavíkurflugvelli hjá Ameríkön-
um“ (342, bls. 36), og systir einnar söguhetju í Útilegu-
bömin í Fannadal (117) er „tekin saman við Ameríkana
suður á flugvelli" (bls. 96).
Landhelgisstríðið við breta 1958—61 kemur við sögu
í Tói strýkur með varðskipi (275), sem gerist að mestu
leyti á varðskipi. Á styrjöldina, sem háð var á þessum árum
í Víetnam, er aldrei minnst.
f lok sögunnar Hestastrákarnir og dvergurinn (221)
eru nokkrar vangaveltur um stríð almennt og minnst á
vopnasölu: ,,Þeir höfðu séð verksmiðjumar, þar sem vopn-
in eru framleidd, og feita auðjöfrana, sem sóluðu sig í friði
og allsnægtum, var sama hvar vopnin lentu, stríðið var
þeirra brauð, þeim var sama hvor sigraði, vildu helzt að
stríðið stæði sem lengst. Þeir voru blindir af skini gulls-
ins.“ (221, bls. 67) En hvers vegna eru stríð háð að áliti höf-
undar? Vegna þess „hversu gerólíkir menn eru innbyrðis,
-—■ viðhorfin eru svo ólik, þess vegna berjast menn.“ (bls. 67
—9) Ekki fjallar höfundur nánar mn þessi ólíku viðhorf.
11.2 Atvinnuleysi kemur fyrir í níu bókum, þar af eru
fjórar endurútgefnar, komu fyrst út á árunum 1938—51
(222, 226, 228, 343), og tvær í viðbót gerast í fjarlægri
þátíð (102, 278). Þær þrjár, sem gerast í nútímanum, em
Börn eru besta fólk (208), Leyndardómur á hafsbotni (232)
og Vetur í Vindheimum (283).