Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 128
126
ljósi á samtímann, og fáeinar þeirra eru meðal albestu
bóka þessara ára (Hjaltabækurnar, Atli og Una). En sér-
staka rækt þarf einmitt að leggja við söguna, ef hún ger-
ist fyrr á timum, þannig að hún verði skýr og ljós mynd
af veröld sem var, en ekki handahófskennt ágrip eða glans-
mynd. Að öllum jafnaði hlýtur annars nútíminn að koma
börnum sínum meira við en fortíðin.
Böm í bamabókum búa yfirleitt við mikið efnahags-
legt öryggi. Þetta em böm sem „eiga gott“, eins og börnin
orða það sjálf. Aðstöðumunur ríkra og fátækra er settur
fram gagnrýnislaust. Það þykir sjálfsagt í sögu, útgefinni
1966 í fyrsta sinn, að útgerðarmaður kosti aðgerð á bækl-
aða drengnum Gauki, þegar hann ætti að fá hjálp al-
mennra trygginga en ekki einstaklingsölmusu (217).
Heimili barna í bamabókum em farsæl. Allir em ham-
ingjusamir og lítið verður vart við kynslóðabilið. Ung-
lingamir reita ekki heldur foreldra sína til reiði með
ótímabærum æskuástum. Frekar fá lesendur blóði drifnar
lýsingar á áflogum söguhetja við glæpamenn og ofbeldis-
aðgerðum slíkra manna við böm og unglinga en hressi-
legar lýsingar á ungum ástrnn.
fhaldsöm afstaða bamabókanna til kvenna kemur víða
fram, bæði í sambandi við hlutverkaskiptingu á heimilum,
faðirinn vinnur úti og móðirin er heima, og í sambandi
við störf og menntun kvenna og stúlkna. Bamabækur hvetja
stúlkur ekki til dáða, öllu heldur gera þær sitt til að draga
úr þeim dug.
Veröld barnabókanna er stöðnuð óskaveröld og böm
hennar, óskabömin, em draumar fremur en verur af holdi
og blóði. Þetta einkenni er þó ekki bundið við íslenskar
bamabækur, eins og fram kemur í eftirfarandi klausu,
sem á við lestrarefni, einkrnn skólabækur, handa bömum
á vesturlöndum:1)
1 Mussen, P.H., J.J. Conger, J. Kagan: Child Development and
Personality, N.Y. 1956, hls. 558.