Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 69
67
gengasti aldursflokkur söguhetja í bamabókunum er 13
—15 ára. Það er því ákaflega óraunhæft, að unglinga-
vandamál skuli ekki vera algengara söguefni en raun ber
vitni. Og kynslóðabibð er þar aldrei óbrúanlegt. Ein óljós
aukapersóna í Stúlka með ljósa lokka (341) á von á bami,
líklega 15 ára, en missir fóstrið. Hún er heldur ógeðfelld
persóna í sögunum (340—41). Lesandi sér vanda stúlk-
unnar afar óljóst úr fjarlægð, en hér er tæpt á efni, sem
væri verðugt verkefni fyrir góðan rithöfund: vandi þeirra
unglinga, sem verða foreldrar, og annað, sem það snertir,
fósturlát, fóstureyðing og ótti við getnað. 1 stað þess að
horfast í augu við veruleikann eru unglingar í bama-
bókum látnir vera ókynþroska fram eftir öllum aldri,
aldrei getið um það, sem fylgir aldrinum 13—15 ára,
tíðablæðingar, sáðlát — ekki einu sinni skapvonsku.
Ýmislegt fleira mætti tína til af því sem vantar í list-
ann yfir heimilisvanda og persónuleg vandamál. Þó er það
ekki aðalatriðið, þótt eitthvað vanti. Það skiptir mestu, að
vel sé farið með það, sem þar er að finna. Á því er tölu-
verður misbrestur. Vandamál, sem gætu þroskað bæði
söguhetju og lesanda, ef rétt væri á haldið, em leyst með
gervilausnum, „patentlausnum", eins og í sögunum um
Mariu og Kalla (110), Önnu og Pétur (115), Emmu (340
—41), Frissa (214), Öla (249) og Gauk (217), svo að ekki
sé minnst á aðrar en aðalpersónur.
7 SKÓLI, MENNTUN, FRAMTÍÐARDRAUMAR
7.0 Skólaskylda hefur verið lengi á Islandi, og undan-
fama áratugi hafa börn verið í skóla meiri hluta ársins,
að minnsta kosti í þéttbýli og fram að vissum aldri. Skól-
inn er þó svo sjálfsagður, að hann skipar sáralítið rúm
í sögum handa bömum og unglingum, enda gerast flestar
bamabækur að sumarlagi.
Lýsingar á farskólum em til ýtarlegri í þessum bókum