Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 96
94
úr þyrlu sinni (236). Óli og Maggi eru mæðiveikiverðir
(244) og vinna við gullleit (243, 246). Drengimir í 213
afla sér fjár með því að tina aðalbláber og selja.
Lýsingar hér eru smns staðar nákvæmar og lifandi,
einkum lýsingin í Högna vitasveini (222) á störfmn í vit-
anum. Lýsingar á tilhögun við leit að gullskipinu eru vel
gerðar í 243 og 246, og áburðardreifingin í Ljáðu mér
vængi (236) fær á sig skýra mynd.
Tvær sögur má minnast á hér, þótt söguhetjur þeirra
vinni ekki launuð störf. Lýsingar á fæðuöflun útilegu-
bamanna í Fannadal (117) eru mjög lifandi, og verklýs-
ingar eru góðar i Fremstur í flokki (213), þegar dreng-
irnir reisa skála.
Sjávaratvinnuvegir eiga marga starfsmenn í barnabók-
um, aðallega drengi. Söguhetjur tveggja sagna gera sjálfar
út báta, Bakka-Knútur og vinir hans í 203 og Broddi og
Daði í Leyndardómur á hafsbotni (232). tJtgerðin gengur
í báðum tilvikum vel og allnákvæmar lýsingar á sjósókn
eru í báðum sögum. Sjómennska kemur fyrir í Borgin
við sundið (207), og Nonni og Manni fara í ævintýra-
ríkan róður (239). I báðum þeim sögum er nokkuð sagt
frá því, hvemig á að fara með báta. Frissi fer eina ferð með
skipstjóranum pabba sínum í 214. Kári stundar róðra í
226. Óli og Maggi fara túr með hvalveiðibát (242), þar
er hvalveiði nokkuð vel lýst. Salli fer á sjó í Suður heiðar
(268). Lýsingin á störfum hans um borð er skýr og raun-
sæ. Tói vinnur á varðskipi (273, 275). Lýsingar á störf-
um þar mættu vera ýtarlegri, því efnið er afar forvitni-
legt. Steini og Halli fara í róður með pabba sínum í
sögunni Ævintýraleg veiðiferð (288). Sú saga er líklega
hugsuð sem fræðsla öðrum þræði, þótt verklýsingar séu
ekki nákvæmar.
I bókunum um Gvend Jóns og félaga (219—20) er
nokkur fræðsla um dorg, aðallega af bryggju. Röskir strák-
ar og ráðsnjallir (254) vinna í saltfiski í ígripum, og Isa-