Studia Islandica - 01.06.1976, Side 118
116
„Hvað er aftur þetta Gideon-félag, sem gefur öllum
skólum svona Nýja testamenti, Ómar?“ . . .
„Jú,“ svaraði bróðir hans snöggt . . . „Manstu
ekki, hvað maðurinn sagði, sem afhenti okkur þau?
Hann sagði, að þetta væri sérstakur félagsskapur,
sem hafði það eitt að markmiði, að breiða út fagnað-
arerindi Jesú með því að gefa Nýja testamenti og
Biblíur . . . “ (289, bls. 40)
Dæmi um kristilegar sögur þar sem kristni þátturinn
er samofinn söguþræði og persónum eru Nonnabækumar
(202, 207, 239, 260). Að vísu nálgast guð það að verða
gervilausn stundum í þeim, ef til vill einkrnn í Nonna og
Manna (239), en trúin er alltaf fullkomlega eðhlegur og
sannfærandi þáttur í sögxmum. Einnig hefur trúin verið
þáttur í uppeldi Hjalta (255) og er honum eðlileg.
Ádeila á áfengisneyslu er nokkuð algeng og fylgir oft
kristilega boðskapnum (t. d. 204, 213, 215, 216, 241, 316).
1 sögunum um Garðar (204, 215) er auk þess deilt á
eyðslusemi.
Almennur siðferðilegur boðskapur er í nokkrum sögum,
t. d. í Frissi á flótta (214), þar sem drengurinn iðrast
gerða sinna, og í Bítlar eða Bláklukkur (316), einkum í
sögu, sem presturinn segir söguhetju, um stúlku, sem varð
völd að dauða móður sinnar með óreglusömu lífi sínu.
1 fáeinum sögum er deilt á nútímann og popmenningu
hans. Þá er eins og höfundur stingi höfðinu milli stafs
og hurðar, milli efnisins og lesanda síns, eins og raunar
í öðrum siðferðisboðskap þessara sagna. Áður (í 8.1) var
getið um andúð Emmu á nútímalegum rithöfundi. Emma
verður líka reið, þegar samstarfsmaður hexmar í tísku-
versluninni segir hexmi að næla í sig lítið merki með enskri
áletrun:
„Ertu eitthvað bilaðm,,“ sagði hún höstum rómi.
„Heldurðu að ég fari að næla utan í mig einhverjum
merkjum. Nei, takk, góði. Ég sel þau ekki einu sinni.
Mér finnst þetta svo asnalegt.“ (341, bls. 62)