Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 21
19
og drengir. Það þykir af einhverjum ástæðum ekki hæfa
að láta þær taka þátt í miklu hættuspili, og ekki þykir
yfirleitt tilhlýðilegt að hleypa þeim mikið að heiman.
Eini verulegi glæpareyfarinn, sem ritaður er af konu á
tímabilinu, fjallar um drengi. Þar kemur engin stúlka við
sögu. Þetta er Dularfulli njósnarinn eftir Ólöfu Jónsdóttur
(211).
Hvað sem valda kann er það staðreynd að stúlknabækur
eru færri en drengjabækur (51:91), og væru helstu per-
sónur bókanna taldar, kæmi fram miklu meiri munur en
þessi. I bókum um stúlkur eru jafnan einn eða fleiri dreng-
ir meðal helstu persóna, en býsna algengt er í drengja-
bókrnn að stúlkur komi alls ekki fyrir sem persónur (sjá
9.2).
2.2 Algengasti aldur aðalpersóna í barnabókunum að
meðaltali er 13—15 ára. Alls eru 48 sögur mn unglinga
á þessum aldri, 2 blandaðar bækur, 33 drengjasögur og
13 stúlknasögur. Næstvinsælasti aldursflokkurinn er 10—
12 ára. Söguhetjur eru á þeim aldri í 3 blönduðum bókum,
23 drengjabókum og 7 stúlknabókum. Þriðji vinsælasti ald-
ursflokkurinn að meðaltali en sá vinsælasti í stúlknabókum
er 6—8 ára. 15 söguhetjur stúlknabóka eru á þeim aldri,
8 í drengjabókum og 3 í blönduðum bókum.
1 10 sögum eru aðalpersónur 16—18 ára, 9—11 ára i
9 sögum og 2—-5 ára í 8 sögum. Eldri en 18 ára og á óræð-
um aldri eru söguhetjur 22 bóka. í þremur bókum er sagt
frá persónum á löngmn tíma. 1 Bemskuár afdaladrengs
(206) er söguhetja 0—10 ára, í Fóstursonur tröllanna er
tæpt á æviferli aðalpersónu frá frumbemsku til fullorð-
insára (212). Og fyrsta bókin um Toddu, Todda frá Blá-
garði (343), er um fyrstu 7 æviár hennar.
2.3 Persónusköpun í barnabókum er yfirleitt næsta fá-
breytileg og einkenni söguhetjanna hefðbundin. Bömin
eru lagleg og góð, oft hressileg að auki, en í langflestum
sögunum fá þau engin persónueinkenni utan þessi almennu
og verða því staðlaðar manngerðir, stereotýpur. Söguhetjur