Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 102
100
bandi er þó, að ekki skuli oftar vera minnst á hersetu
bandaríkjamanna á Islandi í þessum sögum, hún er þó
ekki ómerkur hluti af íslensku þjóðlífi.
12 LÝSINGAR Á GRIMMD OG OFBELDI
12.0 Ofbeldislýsingar skiptast í tvennt, annars vegar
eru lýsingar á líkamlegu ofbeldi, hins vegar á andlegu
ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er talsvert algengara en það
andlega, 28 lýsingar á móti 17 í dæmasafni mínu. Sjaldan
eru lýsingar á likamlegu ofbeldi mjög mergjaðar, en þó
kemur fyrir að höfundar velta sér nokkuð upp úr slíku, t. d.
Jón Kr. ísfeld (í 105, 270, 282) og Einar Þorgrímsson (í
233).
12.1 Söguhetjur lenda þó nokkuð oft í kasti við glæpa-
menn og verða fyrir meiðingum af þeim (105, 203, 205,
207, 231, 233, 238, 240, 242, 243, 253, 270, 274, 282).
Þetta er nær eingöngu í drengjasögum, aðeins ein bók þar
sem stúlka er önnur aðalpersónan. Líkamleg átök við af-
brotamenn koma aldrei fyrir í stúlknabókum.
Nokkur dæmi má taka til að sýna hvernig íslenskir
glæpamenn fara með börn í íslenskum bamabókum.
Sá ókunni réðist á hann, sló hann í bólgið og blóði-
storkið andlitið, þangað til hann féll á gólfið. Með
bölvi og formælingum tók svo sá ókunni að sparka í
piltinn, þar sem hann lá og engdist á gólfinu við
fætur hans.
Með tryllingslegu ópi réðist Hjördís á þann ókunna.
Hún reyndi að sigrast á þessum villta manni. En
kraftar hennar og kynni af áflogum dugðu lítið gegn
æðisgengnum tryllingnum. Nístandi sársaukakvein
ungmennanna virtust gera hann enn villtari og
grimmari. (105, bls. 106)