Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 79
77
þó á því, að í fangelsi ætti enginn að vera: „Fáir læra í
fangelsi að verða betri menn.“ En hann bætir við: „Ekki
svo að skilja, þjófnaður er refsiverður og ekki sízt ef slíkt
er leikið hvað eftir annað.“ (bls. 128) Ekki getur afi um
það hvers konar refsing hann telji að eigi að koma í stað-
inn fyrir fangelsisvist.
Það er alkunnugt reyfarabragð að láta grun falla á
saklausa menn í fyrstu. Þessu bragði er beitt í 231, þar
sem lögreglumaðurinn er álitinn bófi, 238, þar sem sá
grunaði er kennari bamanna, og í 314, þar sem grenja-
skytta er álitin hættulegur glæpamaður. Söguhetja er sjálf
ákærð saklaus í 102, þegar Atli er grunaður um þjófnað,
sem vinnumaður á bænum hefur framið. Una kemur upp
um þjófnaðinn og hreinsar mannorð Atla.
Flestar reyfarasögur eiga það sammerkt, að persónur
eru þar ýmist „hvítar“ eða „svartar“. Allir aðrir en þrjót-
arnir era þá fjarska góðir. f sögum eins og Dularfulli
njósnarinn (211) og Ógnir Einidals (240) koma þó nán-
ast engir fullorðnir fyrir aðrir en afbrotamennirnir, og í
Benni og Svenni finna gullskipið og Leyndardómar Lund-
eyja eru fullorðnir annaðhvort bófar eða lögreglumenn
(205, 231).
Drengir eiga nær því einkarétt á samsldptum við af-
brotamenn, eins og sést á tölum bóka í upptalningum, þótt
stúlkurnar fái stundum að fljóta með. Leynilögreglustörf
hafa enn ekki öðlast hefð í bókum um stúlkur. Af stúlkna-
bóktmum þremur í upptalningunni má því fátt ráða til að
gera samanburð á glæpareyfuram fyi'ir stúlkur og drengi.
Þó má benda á, að í tveimur stúlknabókanna eru samskipti
stúlknanna við afbrotamennina persónulegri en tíðkast í
drengjasögum. Björg í Anna og Björg lenda í ævintýrum
(315) hefur sjálf tal af þjófnum og fær hann bæði til að
játa á sig stuldinn, iðrast og snúa heim. Og maðurinn, sem
ofsækir Eygló í Eygló og ókunni maðurinn (322), hefur
verið ástfanginn af henni og er illa við hana vegna þess
að hún vildi ekki þýðast hann. Afbrotið, sem hann fremur