Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 115
113
hann afþreyingarsögur („diversiv“ sögur), þær sem fyrst
og fremst dreifa huganum og skemmta lesanda sínum.
Hér er tæpt á kenningum Sven Mollers, vegna þess að
skiptingin á íslenskum barnabókmn eftir uppeldishugmynd-
um er að nokkru leyti byggð á þeim, þótt höfundur þessa
rits geti sagt eins og hann „at jeg overforer denne tredeling
frit efter eget skon".1) Slegið var saman fyrsta og þriðja
flokki, staðfestu- og afþreyingarbókum, en nýr flokkur bú-
inn til í viðbót, flokkur fræðandi bóka. Þær bækur sem í
þann hóp fara eru að líkindum hlutfallslega fleiri meðal
bóka handa börnum en fullorðnum, og því þörf fyrir flokk
handa þeim í þessari ritgerð, þótt ekki hafi verið þörf
fyrir hann í skiptingu Sven Moller Kristensens.
Reynt var að skipta bókunum í þrjá staði eftir þessum
hugmyndum, a), b) og c) flokk. f a) flokk voru settar
sögui', sem virtust bomar uppi af ákveðnu áhugamáli höf-
undar, einkum áhuga hans á að fræða lesendur sína eða
boða þeim ákveðinn boðskap. Sagan sjálf virtist þá oft
aukaatriði.
f b) flokk vom settar sögur, sem virtust geta vakið les-
endur til umhugsimar um þau mál, sem tekin em til um-
ræðu í sögunum, vekjandi eða mótandi sögur. í c) flokk
var svo hraukað saman sögum, sem ekki virtust vera ætl-
aðar til annars en afþreyingar, en sérstaklega tekið fram,
ef einhverjar siðfræðilegar tilhneigingar urðu fyrirferðar-
miklar í sögunni.
15.1 Síðastnefndi flokkurinn, c), er sá langstærsti. Nærri
þrjár af hverjmn fjórum sögum höfnuðu þar.
Langflestar sagnanna í þessum hópi em hreinar skemmti-
sögur, sem ekki hafa aðrar uppeldishugsjónir en þær að
festa í sessi reglur þjóðfélagsins um rétt og rangt, treysta
hefðina. Þær em til staðfestingar og afþreyingar, svo að
vísað sé til hugtaka Sven Moller Kristensens.
Af boðskap í sögum af þessu tagi er sá kristilegi al-
gengastur. Ekki var alltaf gott að ákveða, hvenær hann
1 Sama rit, bls. 39.
8