Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 39
37
taldar upp, eru hvers kyns ferðalög og ævintýraleit miklu
algengari i drengjasögum. Sögur ætlaðar stúlkmn á þessu
tímabili eru hversdagslegri en drengjasögur, en jafnframt
eru þær nær veruleikanum eins og hann gengur og gerist
í lífi venjulegra barna. Drengjasögur á horð við Bakka-
Rnút (203), Dularfulla njósnarann (211), Levndardóma
Lundeyja (231), Leyndardóm á hafsbotni (232), Leyni-
hellinn (233), Ógnir Einidals (238) eru góð dæmi um
veruleikaflótta í sögrnn handa börnmn og unglingum, þótt
ekki verði hér lagður dómur á þær að öðru leyti.
45 Niðurstaða kaflans um umhverfi hlýtur að vera sú,
að talsverður munur sé á umhverfi barna í sögum og raun-
verulegu umhverfi þeirra. Fáar sögur gerast á Reykja-
víkm’svæðinu miðað við fjölda þeirra harna, sem þar
búa og þekkja mörg ekki annað umhverfi. Of margar
sögur gerast í sveit og þar að auki i fortíð við aðrar
aðstæður en nú tíðkast. Fræðslugildi þessara sagna er mis-
jafnt, ef höfundar stefna að því. Flestar draga þær upp
alltof bjarta og fallega mynd af sveitinni, ekki síst í gamla
daga.
Ferðalög bama og unglinga á fjöllum uppi eru liklega
ekki eins algeng og ætla mætti af bókum, en þó er eink-
um starfsemin, sem börnin stunda þar, fjarri raunveru-
leikanum. Ævintýraleg ferðalög hafa löngum verið vinsælt
söguefni handa börnum, en glæpasagan, unglingareyfar-
inn, sem gerist á ferðalagi, er nýtt afbrigði, sem verður
algengara með hverju árinu. Þar gengur flóttinn frá raun-
veruleikanum lengst.
5 ÞJÓÐFÉLAGSSTAÐA, STÉTTAMUNUR
5.0 Hér er tekið til athugunar, hvaða störf fyrirvinnur
söguhetja stunda, eða þær sjálfar, ef þær vinna fyrir sér,
og hvernig þær skipast í stéttir. Einnig eru teknar með