Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 127
125
ud pá at tilfredsstille onskedramme, i fantasien at fá op-
fyldt de onsker og behov som virkeligheden nægter os . . .
den dæmper sulten ved at give bolsjer i stedet for brad,
den narrer os i vores trang til at soge en orden i tilværelsen,
eller erkende virkehgheden.“ Hlutverk þeirra aimað en að
skemmta lesanda sínum og dreifa huga hans um stund
er einkum að veita honum öryggi og tryggja hefðbundnar
lífsskoðanir í sessi, jafnvel fordæma það, sem er að þróast
og breytast.
Margir höfundar notfæra sér það sölubragð að höfða til
safnaranáttúru bama og gefa út fjölda bóka í bókaflokk-
um með efnislitlum ævintýrum. Bæði persónur og frá-
sögn vilja þá þynnast út, og þessar bækur verða smám
saman ekkert annað en hrár söguþráður.
17.2 1 eftirmála að riti sinu, Islenskar bama- og ung-
hngabækur 1900—1971, segir Eirikur Sigurðsson:1)
Islenzkar bamabækur bera margar svip lands og
þjóðar. Þar em sögur frá sögueyjunni í Atlantshafi,
lífsbaráttu fólksins, þjóðarvenjum og þjóðtrú þar.
1 dönsku þýðingunni er kveðið eim fastar að orði í fyrstu
málsgreininni. Þar segir: „Islandske bomeboger afspejler
landet og folket.“2)
Niðurstöðum okkar Eiríks ber illa saman. Hver kaflinn
á fætur öðram í þessari ritgerð hefur gefið heildamiður-
stöðu, sem sýnir, að íslenskar bamabækur spegla ekki ís-
lenskt þjóðlíf eins og það var á árunum sem sögumar
komu út. Margar þeirra bregða upp mynd, sem hvorki er
né hefur verið að líta í íslensku þjóðlífi.
Lítið samræmi er milli raunverulegrar byggðarmyndar
landsins annars vegar og barnabóka hins vegar, auk þess
sem mikill hluti sagnanna gerist í fortíðinni, þegar
margt var ólíkt þvi, sem nútímaböm eiga að venjast. For-
tíðarsögur em sjálfsagðar, einkum ef þær geta bmgðið
1 Eiríkur Sigurðsson: Islenzkar barna- og unglingabækur 1900—
1971, Akureyri 1972, bl. 46.
2 Sama rit, bls. 48.