Studia Islandica - 01.06.1976, Page 98
96
þess með skólanum á vetuma.1) Síðarnefnda atriðið kemur
ekki fyrir í bamabókunum, en það fyrra er fremur algengt.
Hins vegar er ekki samræmi milli þeirra starfa, sem ung-
lingar hafa með höndum í raunveruleikanum og í barna-
bókunum. Meðal drengja er byggingarvinna algengasta
sumarstarfið samkvæmt könnuninni, en það starf kemur
ekki fyrir í barnabókunum. Bæði stúlkur og drengir vinna
mikið við fiskverkun af ýmsu tagi, en fiskvinna á landi er
mjög fátíð í bamabókunum, eins og fram kom áðan. Ung-
lingavinnan svonefnda, sem einkum eru garðyrkjustörf,
kemur ekki heldur fyrir í barnabókunum.
En það sem einkum vekur athygli í sambandi við störf
barna og unglinga í barnabókum, er munurinn á bókum
um drengi og bókum um stúlkur að þessu leyti. I meira en
helmingi drengjabókanna (55 bókum) vinna aðalsögu-
hetjur einhver nafngreind störf í sumarleyfum síntun, en
aðeins 19 stúlknabækur geta um sumarstörf söguhetja
sinna. Fjölbreytnin er einnig gríðarlega miklu meiri hjá
drengjunum í starfsvali. Þeir vinna margvísleg störf bæði
til sjávar og sveita og í óbyggðum, eins og fram hefur
komið hér að framan. Stúlkumar eru í sveit, vinna í búð,
gæta barna, ein starfar á sjúkrahúsi og önnur fer í síld.
Þær fá sér aldrei vinnu uppi í óbyggðum og virðast vera
nokkuð lausar við ævintýraþrá. Ásta, söguhetjan í Sum-
ardvöl í Grænufjöllum eftir Stefán Júlíusson, er þó und-
antekning. Hún fer alla leið til Bandaríkjanna, ein síns
liðs, og fær þar margháttaða reynslu.
Það kom fram í 9. kafla, að fullorðnar konur vinna afar
fábreytileg störf í barnabókum. Stúlkur ættu því að lesa
drengjabækur til að fá upplýsingar um almenn störf, þvi
þær hafa um fátt að velja meðal þeirra starfa, sem kyn-
systur þeirra stunda í bókunum.
1 Óprentuð könnun nema í þjóðfélagsfræðum við H.Í., vorið 1974.