Studia Islandica - 01.06.1976, Page 66
64
Gaukur í Gaukur verður hetja (217) lendir í þjófnaðar-
máli og er sendur í sveit. Um hans mál verður fjallað
nánar síðar í kaflanum, því að hann á einnig við persónu-
legt vandamál að stríða.
Frissi á flótta (214) fjallar um raunverulegan afbrota-
ungling að því er virðist. Hann sýnist ekki eiga við neinn
persónulegan vanda að etja eins og drengimir í söguntun
hér að framan. Faðir hans er efnaður skipstjóri og móðir
hans góð og væn kona. Frissi virðist á engan hátt illa
haldinn til líkama eða sálar. Hann fremur þó ýmisleg af-
brot, kveikir í skógi, sýnir bami ofbeldi og stelur. Loks
er hann sendur á hæli fyrir vandræðadrengi. Þar sér
hann Krist í hugsýn og verður nýr og betri drengur.
1 einni annarri sögu er skrifað rnn vandræðapilt án
þess að leitað sé orsaka í félagslegu mnhverfi hans. Þetta
sagan Öskasteinninn hans Óla (249), fyrsta hókin í flokkn-
um um Óla og Magga. Óli er ekki vandræðabam heldur
óþekkur, og það þarf aðeins einn draum til að lækna hann
af fýlunni. En það er eins með Óla og Frissa, lesandi fær
ekki tækifæri til að kynnast þeim svo vel að hann skilji,
hvað veldur óánægju þeirra og vansælu. Það er einkum
bagalegt í tilviki Frissa.
Óþekkir strákar, sem komast á réttan kjöl, em í nokkr-
um sögum, aðallega sem aukapersónur. Þriggja þeirra
helstu verður getið hér. Puti í sögunni mn Puta í kex-
inu (251) er dvergur og honum er strítt. Það espar hann
til óknytta. Um leið og Puti fer að horða og stækkar, er
vandi hans úr sögunni. Láki, aukapersóna í 254, er föður-
laus og honum gengur illa að vingast við krakkana í þorp-
inu. Það tekst þó að lokum.
Ámi, aukapersóna í 267, er eini unglingurinn í þessum
sögmn, sem strýkur að heiman. Honum hefur sinnast við
föður sinn, sem er auðugur útgerðarmaður í Danmörku,
og hann fer til sjós í stað þess að fara í menntaskóla.
Skipstjórinn sýnir honum mikla hörku, og drengurinn fer