Studia Islandica - 01.06.1976, Page 85

Studia Islandica - 01.06.1976, Page 85
83 og faðirinn vinnur fyrir fjölskyldunni er ríkjandi þar sem báðir foreldrar búa saman og eru við sæmilega heilsu. Eins og fram kom í kaflanum um umhverfi (4. kafla) ger- ist mikill hluti sagnanna í sveitasamfélagi, þar sem hlut- verk kynjanna eru í föstum skorðum. En reglan er einnig haldin í sögum, sem gerast í borg og bæjum. Af framansögðu leiðir, að söguhetjur hafa yfirleitt meira af móður sinni að segja en föðumum. Og móðirin er góð: „Mamma þeirra heitir Anna. Hún er falleg og góð kona. Þau eru viss um, að engin mamma sé betri í öllum heim- inum . . . Pabbi þeirra heitir Jón. Hann er líka góður og mjög sterkur.“ (106, bls. 6) Móðurinni þykir gaman að sinna baminu: „Auðvitað getur Siggi háttað sig sjálfur, en mömmu hans þykir svo gaman að hátta hann.“ (223, bls. 3) Víða kemur fram, að sú móðir eigi hrós skilið, sem rækir störf sín vel: „Henni þótti vænt um þá alla og lagði líka mikið á sig til þess að þeim liði sem bezt. Þeir era sennilega fáir, sem kunna að meta hið hægláta móður- starf sem skyldi.“ (289, bls. 21) Og þegar búið er að halda fjölmenna afmælisveislu dótturinnar á heimilinu, og flestir farnir að hvíla sig, segir um húsmóðurina í sögunni: „Fanndís var ein frammi i eldhúsi og þvoði upp bolla og áhöld. En hún gerði það svo fimlega, að enginn hávaði varð af því.“ (270, bls. 57) Móðurdýrkun er mikið einkenni á Nonnabókunum (202, 207, 239, 260). Eftirfarandi samtal á Nonni við stýrimann- inn á skipinu, sem flutti hann til Kaupmannahafnar: „— En ert þú aldrei kvíðafullur sjálfur, þegar þú hugsar til þess, sem þú átt í vændum og enn er þér hulið?“ „Það er ekki mikið, og mjög sjaldan er ég það. En þá hef ég eitt ráð, sem alltaf dugar“. Stýrimaður skildi bersýnilega ekki, hvaða ráð það gæti verið. „Þá hugsa ég um mömmu mína“, sagði ég. (207, bls. 17)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.