Studia Islandica - 01.06.1976, Page 112

Studia Islandica - 01.06.1976, Page 112
110 „Nei, ekki beinlínis glæpur“, svaraði ég. „En það er stuldur. Og sá, sem gerir það, hann er þjófur“. „Hvaða vitleysa. — Svona smámunir. — Það kalla ég ekki þjófnað“. „Jú, víst er það þjófnaður, þó að það sé ekki í stórum stíl. Það byrja allir á litlu, en hætta ekki, fyrr en það er orðið mikið. Það sagði mamma mín mér.“ (207, bls. 153—4) Og Nonni fær drenginn að lokum til að skila þýfinu. 1 Frissi á flótta kemur virðingin fyrir yfirvöldunum fram í því, hversu gott hælið fyrir vandræðadrengina er í sögunni. Forstöðuhjónin eru afar gott fólk og hafa full- kominn aga á drengjunum. Það er raunar ekki nokkur leið að sjá það á drengjunum á hælinu að þeir séu vandræða- drengir (214). Lotning fyrir yfirvöldum kemur einnig fram í bókun- um um Gvend Jóns og félaga (219—20), en þar er hún blandin töluverðri kímni. Valdi pól vekur ótta hjá drengj- unum, en hann vekur einnig kátínu. 1 fleiri sögum eru þjónar réttvísinnar sýndir i skoplegu ljósi, þótt lögunum sé hlýtt og þau virt. Hreppstjórinn í 109 er hálfgerður trúð- ur og líka þorpstjórinn í 110. Láki lögga er mesti sauður í bókunum um Salómon svarta (256—7), en sýslumaður- inn er þar hins vegar myndarlegasta yfirvald. I sögum Gests Hannsonar (266 og 286) er sýslumaður heldur kátleg persóna. Annar lögregluþjónninn i 208 er vænn maður en hinn er hálfgerður ruddi. 1 Ævintýri í borginni (349) er einnig annar lögregluþjónninn góður, af því að hann er hlynntur hundahaldi, en hinn leiðinlegur, af því að hann bendir á að hundahald sé bannað. Miður væn yfirvöld koma fáeinum sinnum fyrir. Kon- ungurinn í 111 er harðlyndur maður, einkum áður en hann tekur trú. Og konungurinn í 212, sem raunar er Har- aldur hárfagri, er einnig harðstjóri. Skipstjórinn á skipi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.