Goðasteinn - 01.09.1999, Page 13
Goðasteinn 1999
velt fyrir sér innri rökum trúarinnar eða
látið sér detta í hug að hægt væri að
túlka Biblíuna á mismunandi vegu. Þó
má vel vera að fleira hafi verið hugsað
og jafnvel talað á hljóðlátum rökkur-
stundum en við nútímamenn getum
gert okkur grein fyrir, bæði um trúar-
efni og veraldleg mál. En flestir al-
þýðumenn sem hugsuðu að ráði öðru-
vísi en valdsmennirnir og fjöldinn
höfðu vit á að þegja.
Með auknu frelsi úti í hinni stóru
veröld, fleiri fréttum af því sem þar var
að gerast og vaxandi áhrifum sann-
menntaðra manna á þjóðlífið, fóru
sífellt fleiri að átta sig á því að þær
hugmyndir sem haldið hafði verið að
fólki lengur en elstu menn mundu
þyrftu ekki endilega allar að vera hinar
einu réttu. Jafnvel væri hugsanlegt að
lúterskir prestar væru ekki einu menn-
irnir sem vit og þekkingu hefðu til að
boða kristna trú. Þar kynni ýmislegt að
orka tvímælis og óhætt væri að hlusta
eftir því sem aðrir hefðu að segja. Það
er reyndar líklegt að ýmsir hugsandi
menn sem af mestri alvöru hugsuðu um
trúmál hafi beðið í ofvæni, þó að óaf-
vitandi væri, eftir nýrri túlkun á Guðs
orði og erindi þess við manninn. Fyrir
slíka menn var ung og nýstárleg trúar-
kenning sem kom allt í einu inn í
drungalegt og staðnað trúarlíf lands-
manna, líkust vorblænum sem smaug
inn í dimrna og saggafulla torfkofa
bændanna og hjalla tómthúsmannanna
eftir langa og kalda vetur.
Kenningar niormóna
berast til Islands
Engan þarf því að undra þótt nokkur
hópur manna tæki með opnum huga
við kenningum mormóna, þegar þær
bárust hingað til lands um miðja öldina
með tveim ungum mönnum, þeim Þór-
arni Hafliðasyni og Guðmundi Guð-
mundssyni sem þá settust að í Vest-
mannaeyjum að loknu handverksnámi í
Kaupmannahöfn, en þar höfðu þeir
látið skírast til mormónatrúar. Heimild-
ir frá Utah segja að Jón nokkur Jóhann-
esson hafi komið með þeim til Eyja í
trúboðserindum, en flutt þaðan fljót-
lega, Iíklega til Keflavíkur, og kann ég
ekki frekar af honum að segja.
Nokkrir Vestmannaeyingar heill-
uðust af boðskap þessara ungu manna
og létu fljótlega skírast, sumir þeirra
virtir vel í Eyjum. Af sjálfu leiddi að
Rangæingar fréttu fljótt af þessum
trúmálahræringum, því að tengsl voru
jafnan mikil milli Eyja og Rangár-
vallasýslu. Lágsveitir hennar og Eyj-
arnar voru í raun sama atvinnusvæðið,
fleiri og fleiri sveitamenn tóku sér fasta
búsetu í Eyjum og allmargt fólk stund-
aði vinnu sína ýmist þar eða uppi á
landi.
Rangæingar til Utah
Þónokkrir Rangæingar gengu trúar-
hreyfingu mormóna á hönd, en fylgj-
endur hennar áttu ekki alltaf sjö dagana
sæla á fósturjörðinni og máttu stundum
sæta beinum ofsóknum. Það var því
næsta eðlilegt að þeir tóku margir þann
-11-