Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 17
Goðasteinn 1999
Gísladóttur. Samíiel fluttist ungur til
Vestmannaeyja með móður sinni,
giftist þar Margréti Gísladóttur, sem
einnig var Rangæingur, fædd 20.
nóvember 1822, dóttir Gísla Andrés-
sonar og Sigríðar Guðmundsdóttur á
Velli. Samúel skírðist til mormónatrúar
3. júní 1853 og kona hans í júlí árið
eftir. Það ár lögðu þau af stað til Utah,
komust þó ekki á áfangastað fyrr en
haustið 1855 og námu land í Spanish
Fork, fyrst Islendinga til að setjast að í
Vesturheimi. Samúel hlýddi boðum
mormónakirkjunnar af einlægni, jafnt í
hjúskaparmálum sem á öðrum sviðuin
og árið 1861 tók hann sér aðra konu,
Gertrude Marie Mortensen frá Dan-
mörku.
Að sögn La Nora Allred greina gift-
ingarskýslur vestra frá þrem giftingum
Samúels til viðbótar, auk Margrétar og
Gertrude voru Kristín Pálsdóttir, Hall-
dóra Jónsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir
eiginkonur hans. Um Kristínu og Hall-
dóru er ekkert vitað, en Kristján
Róbertsson segir frá því að Jóhanna
Sveinsdóttir hafi gifst rosknum Is-
lendingi vestra og hefur eftir Kate B.
Carter að hún hafi þegið af honum fjár-
stuðning til fararinnar gegn því að
verða ein af konum hans er vestur
kæmi, en nafn þessa Islendings viti
hann ekki. La Nora Allred getur að
vísu ekki sögunnar um fjárstuðninginn,
en tæpast er hægt að rengja upplýsing-
ar hennar um eiginkonur Samúels.
Jóhanna var dóttir Sveins Þórðar-
sonar og Helgu dóttur Guðnýjar Eras-
musdóttur sem frá segir hér á eftir. Hún
var fædd 9. febrúar 1861, var skírð til
mormónatrúar árið 1874 um leið og
aðrir í fjölskyldunni en flutti ekki vest-
ur fyrr en 1881. Hjónaband hennar og
Samúels slitnaði fljótlega og Jóhanna
yfirgaf kirkju mormóna. Síðar giftist
hún dönskum manni, James Peter
Johnson að nafni. Þau bjuggu í Sco-
field og seinna í Cleveland. Þar dó
Jóhanna 17. maí 1927.
Guðný Erasmusdóttir, amma Jó-
hönnu, fæddist á Kirkjulæk 6. septem-
ber 1794, dóttir Erasmusar Eyjólfs-
sonar og Katrínar Asgeirsdóttur. Hún
giftist Arna Hafliðasyni frá Stóru-
Hildisey og áttu þau sex börn, en til
fullorðinsára komust aðeins dæturnar
Helga og Guðný. Arni drukknaði 1846
en þá höfðu þau hjón átt lengi heima í
Vestmannaeyjum. Um 1855 snerist
Guðný til mormónatrúar og 1857 lagði
hún af stað til Utah, en á leiðarenda
komst hún ekki fyrr en tveim árum
seinna. Settist hún að í Spanish Fork
hjá Magnúsi Bjarnasyni og Þuríði
Magnúsdóttur og varð seinna önnur
kona Magnúsar. Guðný festi á blað
ýmsan fróðleik um Islendinga í Utah.
Hún dó 14. júní 1888.
Helga dóttir Guðnýjar var fædd 7.
júlí 1833. Hún giftist Sveini Þórðarsyni
beyki og þó að þau hjón væru í fyrstu
mjög andvíg nýrri trú gömlu konunnar,
fóru leikar svo að þau létu skírast árið
1874, og fjórum árum síðar fluttu þau
til Utah með Jóni syni sínum. Bjuggu
þau í fyrstu á einni ekru Iands norður af
Spanish Fork, þar sem þau grófu sér
jarðhús inn í hæð eina og bjuggu í því í
-15-