Goðasteinn - 01.09.1999, Page 18
Goðasteinn 1999
íslandsminnismerki afhjúpað árið 1938. Frá
vinstri: Sophie Hanson Curtis, ónafngreindur
víkingur, La Rue Valgarðsson, Francis Johnson
Clark, ónafngreindur Sámur frœndi og Bernice
Björnsson.
eitt ár. Fleiri Islendingar bjuggu
í slíku húsnæði fyrst eftir
komuna vestur. Sveinn og
Helga fluttu árið 1890 til
Cleveland og þar dó Sveinn 4.
nóvember 1901 af afleiðingum
alvarlegra meiðsla á baki.
Helgadó 15. febrúar 1907.
Jón sonur Sveins og Helgu
var fæddur 1. desember 1872.
Hann kvæntist vestra árið 1894
danskri konu, Emmu Jensen að
nafni, en hún dó ári síðar,
skömmu eftir barnsburð. Jón
var sendur til trúboðs á Islandi
árið 1903 og þar kynntist hann
Málfríði Ólafsdóttur frá
Akranesi. Hún skírðist til mor-
mónatrúar og flutti til Utah
1905 þar sem hún giftist Jóni.
Jón lést 24. maí 1951 í Cleve-
land og Málfríður dó 5. ágúst
1948 í Cleveland.
Guðný yngri, dóttir Guð-
nýjar Erasmusdóttur, var fædd
26. desember 1834. Hún giftist
Guðmundi Arnasyni en missti
hann frá ungum börnum. Hún
skírðist til mormónatrúar 1881 og flutti
vestur árið eftir með yngstu dóttur sína
Karólínu. Hún var fædd 1. maí 1876,
giftist vestra og átti ellefu börn. Karó-
lína dó 25. júní 1962.
Þrjár aðrar dætur Guðnýjar lluttust
einnig til Utah. Kristín var elst, fædd
19. október 1854. Hún giftist Jóni
Hreinssyni frá Brandshúsi, syni Hreins
Jónssonar, fyrr bónda á Búðarhóli, og
fluttu þau til Spanish Fork 1892 með
börnum sínum þrem, Rósu, Jóhanni og
Kristni. Dóttirin hét fullu nafni Rósa
Jóhanna Sigríður, fædd 15. janúar
1880. Hún bjó í Spanish Fork, gift
Stringer nokkrum. Hún lést 17. apríl
1954.
Eldri bróðirinn hefur sjálfsagt breytt
nafni sínu vestra til þæginda fyrir hina
enskumælandi eins og nokkuð algengt
var. Hann fæddist 21. ágúst 1887 og
var skírður Jóhann Sigurmundur en er í
bókum jafnan nefndur Jón. Kvonfangs