Goðasteinn - 01.09.1999, Page 19
Goðasteinn 1999
hans er ekki getið. Hann lést 30.
nóvember 1934 í Castle Gate í Utah.
Nafn yngra bróðurins hefur einnig
breyst í meðförum. Hann fæddist 11.
febrúar 1891 og hét réttu nafni Jón
Kristinn en er í bók Kristjáns Róberts-
sonar nefndur Kristján. Um afdrif hans
vestra er ekkert vitað.
Ritum ber ekki saman um dánardag
Kristínar Guðmundsdóttur. 1 „Gekk ég
yfir sjó og land“ er hann talinn 25. maf
1900, en La Nora Allred segir 23. maí
1910.
Næst dætra Guðnýjar Árnadóttur
var Jónína Helga Valgerður, fædd 14.
september 1867. Hún flutti til Utah
1885 og giftist Eiríki Eiríkssyni frá
Gjábakka. Þau bjuggu í Spanish Fork
og áttu ellefu börn. Jónína dó 18. des-
ember 1932. Yngsta dóttir Guðnýjar
var Jóhanna Sigríður, fædd 7. desem-
ber 1870. Hún flutti vestur árið 1883,
giftist þar Sigurði Jónssyni úr Reykja-
vík og bjuggu þau í Spanish Fork.
Jóhanna dó 23. mars 1926.
Fjölskylda Magnúsar Bjarnasonar
Magnús Bjarnason var fæddur 3.
ágúst 1815, sonur Bjarna Jónssonar
bónda í Efri-Ulfsstaðahjáleigu og konu
hans Þorbjargar Guðmundsdóttur.
Magnús skírðist til mormónatrúar 1853
og ári síðar lét Þuríður kona hans skír-
ast. Þuríður var fædd 13. apríl 1817,
dóttir Magnúsar Vigfússonar bónda á
Snotru og vinnukonunnar Sigríðar Þor-
steinsdóttur.
Sú missögn hefur komist á bækur að
Þuríður hafi verið frá Brekku í Land-
eyjum. Sá bær var aldrei til og er átt
við Bryggjur, en þar bjó faðir Þuríðar
lengi. Magnús og Þuríður lögðu af stað
til Spanish Fork 1857 ásamt dóttur
sinni Kristínu, fæddri 6. apríl 1856, og
til Utah komust þau 1859. Magnús var
fróðleiksfús lestrarhestur og átti stóran
þátt í stofnun íslensks bókasafns í
Spanish Fork. Hann tók sér aðra konu
vestra, Guðnýju Erasmusdóttur sem
fyrr er nefnd. Magnús fór í trúboðsferð
til íslands árið 1873 og skírði m.a. Jón
bróður sinn. Magnús lést 18. janúar
1905 í Spanish Fork og Þuríður lést 1.
febrúar 1891.
Jón bróðir Magnúsar var fæddur 20.
október 1817. Hann bjó lengst á Odds-
stöðum í Vestmannaeyjum, var fyrst
kvæntur Guðrfði Þorleifsdóttur frá
Hólmum og síðar Guðbjörgu Jónsdótt-
ur, en var orðinn ekkill í annað sinn er
hann skírðist til mormónatrúar 1. maí
1874. Jón flutti til Spanish Fork 1876
og þar lést hann á götu úti af hjartaslagi
þann 22. apríl 1887, eftir að hafa setið
heila nótt á tali við Jón son sinn sem
daginn áður hafði komið ásamt fjöl-
skyldu sinni til bæjarins eftir langa för
heiman frá íslandi.
Fjölskylda Einars Jónssonar
Einar Jónsson fæddist 15. ágúst
1839 á Sámsstöðum, sonur Jóns Hall-
dórssonar bónda þar og konu hans
Guðrúnar Jónsdóttur. Hann kvæntist
Guðrúnu Jónsdóttur sem einnig var
Rangæingur, fædd 24. júlí 1849, dóttir
Jóns Jónssonar og Sigríðar Brynjólfs-
dóttur, ógiftra vinnuhjúa í Stórumörk.
-17-