Goðasteinn - 01.09.1999, Page 21
Goðasteinn 1999
veldar að Brúnum og 13. desember það
ár fæddist þeim sonurinn Olafur. Hann
flutti til Utah 1885 og kvæntist þar Sig-
urbjörgu Einarsdóttur frá Nýborg í Eyj-
um sem vestur kom árið 1889. Olafur
var málari og skyldfólk hans segir hann
listamann. Þau Sigurbjörg fluttu til
Blaine í Washingtonfylki og dánar-
dagur er óþekktur.
Sveinn sonur Eiríks og Rúnveldar
var fæddur 15. desember 1856. Hann
skírðist til trúarinnar 26. júlí 1885 og
hélt stuttu síðar til Spanish Fork þar
sem hann átti heima um skeið en
seinna flutti hann til Indepence,
Missouri. Sveinn var listfengur eins og
margir ættmenn hans og stundaði
útskurð og skreytingar. Um 1920 hættu
bréf að berast frá honum til systur hans
og ekki er vitað til að hann hafi gifst.
Öll fjölskylda Eiríks á Brúnum yfirgaf
kirkju mormóna eftir nokki'a dvöl inn-
an hennar.
Fjölskylda Guðmundar
Einarssonar
Guðmundur Einarsson fæddist 31.
október 1848 í Hólminum í Austur-
Landeyjum, sonur Einars Jónssonar
bónda þar og konu hans Sigríðar
Arnadóttur. Hálfbróðir Guðmundar
sammæðra var Þórður Diðriksson mor-
mónabiskup, einn þekktasti foringi
íslenskra mormóna. Einar var giftur
Auðbjörgu Bjarnadóttur af Suður-
nesjum og bjuggu þau í Sjólyst í Vest-
mannaeyjum. Þau skírðust til mor-
mónatrúar 1881 og fluttu til Utah ári
síðar með börnum sínum fimm.
Guðmundur dó þann 23. ágúst 1882,
aðeins fám dögum eftir komuna til
Utah. Ekkja hans giftist aftur ekkju-
manninum Hjálmari Björnssyni, skó-
smið úr Húnaþingi og bjuggu þau í
Spanish Fork. Auðbjörg dó 15. júní
1921.
Elst barna Auðbjargar og Guðmund-
ar var Helga, fædd 20. ágúst 1869. Hún
giftist Eleanor Jones járnbrautarstarfs-
manni, en annað er ekki um hana vitað.
Næstur í röðinni var Bjarni, fæddur 9.
júlí 1873. Hann varð aðeins rúmlega
tvítugur, dó úr berklum 11. júlí 1896.
Þriðja barn þeirra hjóna var Einar,
fæddur 23. apríl 1876. Hann kvæntist
Berthu Jones og er talið að þau hafi
búið í Bingham Canyon og Einar unnið
við námagröft. Hann fórst í snjóflóði
17. febrúar 1926. Sigríður hét dóttir
Guðmundar og Auðbjargar, fædd 17.
janúar 1878. Hún átti James Albertson,
þau bjuggu í Spanish Fork og þar lést
Sigríður 19. ágúst 1966. Yngstur barna
Guðmundar og Auðbjargar var Arni,
fæddur 16. ágúst 1880. Kona hans hét
Hannah Jane Small Robertson. Þau
bjuggu í Spanish Fork. Arni dó úr
berklum 7. febrúar 1923.
Fjölskylda Sigríðar Jónsdóttur
Sigríður Jónsdóttir var fædd 10.
september 1832 í Eyvindarholti. For-
eldrar hennar voru Jón Guðmundsson
og Sigríður Oddsdóttir, vinnuhjú á
bænum. Maður Sigríðar var Bjarni
Bjarnason frá Pétursey. Þau bjuggu í
Stóragerði í Vestmannaeyjum en fluttu
-19-