Goðasteinn - 01.09.1999, Page 30
Goðasteinn 1999
Gamall torfbœr. Frá Skógasafni.
herra Óla. í nafnaskrá er engin grein
gerð fyrir þeim, og virðist því sem út-
gefandi annálsins, Gurt af Storm, hafi
ekki vitað nein deili á þeim. Líklegt er
að hér sé kominn eiginmaður frú Þur-
íðar og faðir Kolbeins í Asi, hann hefur
trúlega verið sonur Hauks lögmanns og
Steinunnar, sem hafa trúlega átt jörðina
Ás í Holtum og máske rekið þar bú.
Herra Óli gæti verið bróðir Péturs, því
að hans fágæta nafn gekk í ættinni. I
þessu sambandi má minna á það að Ás
í Holtum er stundum nefndur „Riddara-
Ás“ á 14. öld. Það bendir til að þar hafi
einhverntíma riddarar búið, samanber
nöfn eins og Lögmannshlíð og Lög-
mannsvellir = Stóruvellir á Landi.
Jórunn, móðir Hauks lögmanns
Lítum nú snöggvast á móður Hauks
lögmanns og ætt hennar. Hún hét Jór-
unn, hennar er getið á einum stað í
Hauksbók, föður hennar er ekki getið,
en móðir hennar hét Helga Stein-
grímsdóttir, Eyvindssonar. Á einum
stað í Sturlungu er nefndur maður að
nafni Þórður Þorsteinsson Hvalnes-
ingur, kona Þórðar er sögð Helgadóttir
Gríms úr Hvammi í Fljótum, á sama
stað er nefndur Einar úr Hvammi
Steingrímsson, sem virðist hafa verið
bróðir Helgu, mun faðir þeirra hafa
heitið Steingrímur, en nafn hans stytt í
Grímur. Álitið er að hér sé um sama
fólk að ræða og er það mjög líklegt, því
að sonur Hauks og Steinunnar er talinn
Svarthöfði, sem erfði Hvalsnes og átti
jarðirnar Kirkjuból á Miðnesi og
Kirkjuvog. Hefur Hvalsnes gengið í
erfðum frá Þórði Þorsteinssyni, sem þá
var langafi Svarthöfða. Börn Svart-
höfða munu hafa verið Salgerður kona
Björns Ólafssonar á Hvalsnesi, og Óli
prestur í Odda. Móðir Óla og eflaust
einnig Salgerðar hét Halla Jónsdóttir,
hún hefur verið ættuð af Rangár-
-28-