Goðasteinn - 01.09.1999, Page 37
Goðasteinn 1999
Fundist hefur fram við á
furðu mikill sjóður fés.
Hreppstjórinn þar hlut að á,
og hefur um það mikið vés .
Um Vívat Hallvarðsson sem var
samtíma Ingibjörgu í Arkvörn einhver
ár:
Vívat heitir, víst er snar,
vaktar hross og hirðir fé.
Af því hann er Arkvarnar
einkastólpi og máttar tré.
Um annan vinnupilt sem Illugi hét,
kvað hún.
Illugi ber ekki nafn með réttu.
Vænn er hann og viðmótshlýr.
I verkum sínum ekki rýr.
Um Brynjólf Þórðarson sonarson
sinn, er dó ungur í Berjaneshjáleigu
kvað Ingibjörg:
Brynjólfur, minn besti drengur,
bón og ósk er mín.
Eftir því sem lifir lengur,
lukkan vaxi þín.
Börnin komu inn og sögðu: „Nú er
úti bjart og blítt, amma mín“, þá kvað
hún:
Nú er úti bjart og blítt,
blessuð gæða veitist tíð.
Leggja skulum lofið þýtt,
Lofðung hæða fyiT og síð.
Piltur bað um vísu:
Heimurinn að því hendir gaman,
hann er líkur sjálfum sér.
Beri ég við að banga saman,
bögu eina handa þér.
Kveðist á að morgni við Hallvarð
Hallvarðsson:
Mál er að vakna og vitja um kýr,
til vinnu upp að rísa.
Dagur Ijómar dimman flýr.
Drottin skulum prísa.
Sama tilefni og fyrri vísa:
Klukkan átta klyngir senn,
klæða sig því er nú mál.
Innan gátta allir menn,
eiga að þiggja kaffiskál.
Piltur kveðst ætla að kveða um Ingi-
björgu, hún svarar svo:
Fyrst að ræður forlögum faðir hæða.
Enginn mæðir mig þá pína,
ég mun ei hræðast bögu þína.
Kveðið um Vívat Hallvarðsson þá
ungan pilt. Hann sá loftsjón nokkra:
Teikn á himni tvö eða þrjú,
titraði af kvíða.
Undir pils á auðarbrú,
ætlaði að skríða.
-35-