Goðasteinn - 01.09.1999, Page 49
Goðasteinn 1999
Haraldur Guðnason, Vestmannaeyjum:
Frá Eyjum til Landmannalauga
Hinn 19. júlí 1943 hef ég skrifað í
minniskompu: „Við Sigurður Gutt-
ormsson erum nú að ráðgera ferð á
Landmannaafrétt. Allt er enn í óvissu
um farkost. Sláttur hafinn
í Landeyjum.“ - 28 júlí
stendur skrifað: „Veður
leiðinlegt, oft rigning. Ég
er nú búinn að fá Hálfdan
í Dalseli með bílinn sinn
með okkur inn á Land-
mannaafrétt." Þar var
ráðinn ágætur maður,
öruggur bílstjóri. Hann
varð síðar myndarbóndi á
Seljalandi.
Skal nú reynt að setja
á blað punkta frá þessari reisu en það
fennir í sporin á skemmri tíma en 56
árum svo fyrirvari sé um sannfræði.
Þetta átti að verða 4-5 daga ferð. Og
nú skal kynna ferðafólkið:
Sigurður Guttormsson bankaritari
(bankastjóri í viðlögum), kallaður Siggi
Gutt, kona hans Sigríður Gísladóttir
Magnússonar útgerðarmanns og skip-
stjóra, kölluð Sísí, píanóleikari, sá sem
pistilinn skrifar, kallaður Halli Guðna,
verkamaður hjá Einari ríka og einka-
bókavörður hans, kona hans Use, köll-
uð Ille, þýskættuð, matselja á fyrri
árum, Leifur Loftsson frá Bakka,
góðkunningi okkar Sigurðar, kom
óvænt í hópinn staddur á Bakka,
þjóðhagasmiður, bjó lengi í Mosfells-
sveit. Við vorum því sex í
(vöru)bíl Hálfdanar í
Dalseli á leið til fjalla,
„þar sem ró er öllu yfir.“
(Guðm. skólaskáid frá
Helli á Landi).
Asi í Bæ var formaður
á trillu þetta sumar. Hann
ætlaði að flytja okkur upp
í Sand við hentugt tæki-
færi, Sandaleiði.
Klárt til að sigla
Hinn 3. ágúst var fagur dagur og
dauður sjór. Við Sigurður höfðum flutt
farangur okkar á handvagni niður á
bryggju. I þá daga var næstum venja að
nokkur hópur manna kæmi saman á
bryggju þá er bátur fór til lands eða
kom frá Sandi. Hverjir fóru, hverjir
komu? Svo var og að þessu sinni.
Um miðaftan er allt klárt til brott-
farar en formaðurinn ókominn. Trillan
lá við lágbryggjuna. Ekki fannst kon-
um okkar til um farkostinn en létu kyrrt
liggja. Gestur Auðunsson skipverji Asa
kvað ekki vera eftir neinu að bíða,
-47-