Goðasteinn - 01.09.1999, Page 50
Goðasteinn 1999
Sigurður Guttormsson
hann væri jafnfær Asa í skipsstjórn og
skyldi nú haldið af stað í herrans nafni.
Hinn nýmunstraði formaður var þá
spurður hvort ekki væri betra að hafa
léttabát með í för eða að minnsta kosti
útfara, en hann kvað nei við, sjór væri
tjarndauður, sem rétt var. Ási hefði lent
trillu við Sandinn og allt gengið vel,
bara stinga stafni við land, farþegar
upp og bakka svo á fullu. Þetta var
allur galdurinn.
Eg hefði átt að vita betur, sem hafði
róið tvær vertíðir út frá Landeyjasandi.
Þó brimlaust væri leyndi landsjórinn á
sér. Gestur formaður gekk nú um borð
ásamt vélstjóra sínum, þá þrjár dáfríðar
ungmeyjar, hjúkrunarpíur í Sjúkra-
húsinu, sem Gestur hafði boðið í sigl-
ingu. Gekk nú um borð Stefán Hörður
Grímsson skáld, síðar þjóðkunnur.
Þótti skáldið, sem var grannvaxinn í
þann tíð, ótrúlega mikill um sig. Tók
hann nú að tína af sér flöskur nokkrar
er hann hafði innanklæða. Galli á að
gerjun væri lokið. Sigurður sagði svo
frá: En nú gerðist óvæntur atburður.
Kona Haralds gengur fram fyrir
skjöldu og tilkynnir, á dálítið þýsku-
skotinni íslensku, að verði skáld þetta
með í förinni þá fari hún og maður
hennar í land og taka undir þetta allir
farþegar, þó ekki spítalastúlkur. Varð sá
endir á að skáldið hlaut að ganga frá
borði með allt sitt fljótandi nesti. Um
þetta var ort:
Með átta flöskur inn á sér
oní bátinn Stebbifer.
Fullir ekki vorum vér
en vildum hafa nesti,
því mannfagnaður mesti
mundi vera í bát hjá Gesti.
Gall við óp í gumna hóp:
„ Gakk upp skjótt þinn antilóp,
Bakkus aldrei bœtti glóp. “
Úr bátnum þegar Stebbi hljóp.
Ási
Kvöldsigling
Sjóferð til Landeyja er hafin. Spít-
alaskvísur léku á als oddi, kváðust
aldrei fyrr hafa verið á svo rómantískri
siglingu. Hlátur þeirra og vélarhljóð
rauf kyrrð kvöldsins.
Nálægt miðju sundi fer vélin að
hixta, svöðvast svo. Formaður og
mótoristi huga að viðgerð, sögðu þetta
smá óþægð. „Bara gefa helvítinu
-48-