Goðasteinn - 01.09.1999, Page 56
Goðasteinn 1999
kosturinn var horfinn.
En sem skipreikar eru að snúa til
byggða á ný verður einhverjum litið til
hafs og sjá vélbát koma brunandi á leið
til lands og þá er beðið átekta. Var þar
kominn vélbáturinn Ingólfur. Léttbáti
er róið til lands og strandfólkið flutt út
í Ingólf.
Svo var tekið til við að bjarga trill-
unni. Taldi Asi til afreka að ná trillunni
upp úr sjó. Með Asa var líka Alfreð
Þorgrímsson vélstjóri, hörkumaður.
Voru þeir félagar sem jötunefldir við
verk sitt í návist hinna fögru meyja. A
heimleiðinni sló Asi á létta strengi og
tók að kveða við raust:
Skip mitt er brunnið við svartan sand
súgar afölduróti
en ég er svartur afsóti.
Ási hætti þó brátt að yrkja því Gest-
ur þoldi síst spaugsyrði eins og á stóð.
Gestur er sómamaður og hefur tekið
ferðalokin nærri sér. En minnast má
þess, að þó ýtingin takist vel er stund-
um óviss lendingin.
Að lokum viðbrögð Ása formanns
þegar skip hans er horfið um bjarta
sumarnótt í ládauðum sjó.
Ási segir svo frá, að hafi hann verið
búinn að lofa okkur hjónum flutningi
upp í Landeyjasand, þá hafi það dottið
úr sér eða hann ruglast í tímasetningu,
því þennan dag var hann í heyi með
föður sínum suður á Breiðabakka.
Þegar hann kom heim um kvöldið frétti
hann af þessu ferðalagi Gests. Eyjan er
ekki svo stór að vel hefði mátt skjótast
í bíl suður á Breiðabakka og sækja
Ása. Hann grunar að Gestur hafi viljað
sýna að hann væri ekki síðri trillu-
kapteinn en Ási. Þegar leið á kvöldið
gengu þeir Ási og Jón frændi hans, sem
líka var formaður, austur á Skans en
ekki sást nein fleyta á leið frá Land-
eyjasandi. Og skömmu fyrir miðnætti
röltu þeir frændur austur á Urðir þar til
þeir sáu fyrir Heimaklett. Því sem næst
gerist lýsir Ási á sinn skáldlega hátt.
„Þar var skafinn himinn og rauð glóð
yfir landinu sem lýsti upp tjarndauðann
sjóinn svo ekki fór hjá því að bát hefði
hillt uppi í slíkri birtu. En þar var ekk-
ert að sjá, bara hafið gullinfægt og
þögnuð hver rödd í bergi. Nú leist okk-
ur ekki á blikuna. Við létum því festar
falla á aflaskipinu Huganum, án þess
að hrugga við eigandanum, og héldum
sem leið liggur til lands. Eftir nokkra
leit við Sandinn fundum við fleytuna.
Það var svo aldautt að við komumst
alveg að trillunni og sáum að hér hafði
eldur verið að verki. En engar sáum við
mannaferðir en spor á sandinum, svo
einhverjir höfðu þó komist lifandi á
land. Við komum taug í fremstu þótt-
una og hugðumst ná kænunni á flot, en
reiknuðum ekki með þyngdarlög-
málinu, báturinn hálffullur af möl sökk
í djúpið nt)kkru framan við flæðarmál-
ið. Nú töldum við ekki meira gerlegt á
slíku björgunarskipi sem Huganum og
héldum aftur til Eyja. Þar stálum við
vélbátnum Ingólfi, sem Jón hafði stýrt
á tveim vertíðum og fengum til liðs við
okkur Alla Þorgríms vélstjóra. Léttbát
höfðum við með í förinni.“
-54-