Goðasteinn - 01.09.1999, Page 59
Goðasteinn 1999
ins. Þær systurnar sögðu heyvinnufólk-
inu frá þessari svipsjón sinni og töldu
sennilegt að einhver hópur ríðandi
fólks yrði þar á ferð næsta dag. Þetta
varð orð að sönnu því daginn eftir var
fólkið við heyskap á svipuðum slóðum
þá kom hópur fólks, sem var á leið í
Þórsmörk þarna í engjarnar og einn
maður á hvítum hesti tók sig út úr
hópnum, reið til Oskars og talaði við
hann um stund, en fólkið beið á meðan.
A þessum árum bjó á Stóra-Hofi á
Rangárvöllum Guðmundur Þorbjarnar-
son, hjá honum var þá tengdafaðir
hans, Jón Einarsson þá aldraður maður
(f. 1842). Hann tók sér ferð á hendur
fótgangandi haustið 1925 inn í Fljóts-
hlíð og kom þá að Barkarstöðum,
næsta bæ við Fljótsdal, þar kom hann í
stofu og þáði góðgerðir. I þann mund
sem Jón sest í stofu á Barkarstöðum
kom önnur systranna í Fljótsdal út á
bæjarhlað það og sá gamlan mann
standa þar á hlaðinu, ekki hafði hún
séð hann áður og ætlaði að fara að
heilsa honum, en áttaði sig þá á því að
þarna var um svipsjón að ræða, hún
veitti honum þá mikla eftirtekt og tók
eftir því að hann hafði girt sokkana
utan yfir buxurnar. Hún fór svo inn í
bæinn til fólksins og sagði því frá
manni þessum og lýsti honum ná-
kvæmlega, en enginn kannaðist við
hann eftir lýsingunni. Um það bil 20
mínútum síðar er drepið á dyr í Fljóts-
dal og er þar kominn Jón gamli á
Stóra-Hofi en þar hafði hann aldrei
komið fyrr og er þá ljóst að lýsing
stúlkunnar var í öllu rétt nema því að
nú voru buxurnar hjá Jóni utan yfir
sokkunum. Var undarlegt að þetta eina
atriði skyldi ekki standa heima við
lýsingu stúlkunnar á búnaði Jóns. En
síðar vitnaðist það að Jón hafði breytt
búnaði sínum á leiðinni rnilli bæjanna
svo stúlkan hafði séð karlinn áður en
hann gerði þessa breytingu. Fandslagi
er þannig háttað að ekki sést milli bæj-
anna svo ekki sást til ferðar hans frá
Fljótsdal.
Um 1928 l'luttu þessar stúlkur frá
Fljótsdal, en ekki er mér kunnugt hvert
þær fóru. Eg man vel eftir þessum
systrum því þegar þær voru í Fljótsdal
var ég gegningastrákur í Arkvörn og
kom þá stundum fyrir að ég var sendur
að Fljótsdal einhverra erinda, var þá
alltaf boðið í bæinn og bornar veitingar
eins og öllum öðrum sem komu á það
rausnarheimili.
Fleira mætti tína til um þessar sér-
stæðu systur hvað varðar þeirra
skyggnigáfu, en hér læt ég staðar
numið.
Oddgeir Guðjónssonfrá Tungu
Tvær hestasögur
Frá upphafi íslandsbyggðar hefur
hesturinn verið ómissandi á hverju
heimili í landinu þar sem búskapur
hefur verið stundaður og enn er hann
þarfur þjónn í sveitum við göngur, rétt-
ir og smölun í heimahögum, þá er hann
einnig yndisauki fjölmargra bæði í
sveitum og þéttbýli.
Áður en bílaöldin kom til sögunnar
-57-